Gló Höf. 

GLÓARINN – LINDA BJÖRK


Við höfum aftur tekið upp skemmtilegan lið á blogginu sem kallast GLÓARINN, en þar tökum við viðtöl við fastagesti og starfsfólk Gló sem er fullt af visku og heilsuástríðu! Viðmælandinn er okkar í þetta sinn er hin elskulega Linda Björk, veitingastjóri í Kópavogi. Hún er mjög líklega fyndnasti Glóarinn, elskar að gleðja fólk og er okkar besti skemmtistjóri fyrr og síðar! Þegar hún er ekki hjá okkur að stýra Gló í Kópavogi og brosa framan í viðskiptavini þá er hún snyrtifræðingur að mennt og sér til dæmis um að augnahár og brúnir annarra Glóara séu í toppstandi. Vonandi veitir hún ykkur innblástur


Fullt nafn: Linda Björk Jakobsdóttir


Gló staður og starfsheiti: Veitingastjóri í Hæðasmára 6


Menntun/nám: Snyrtifræðingur


Hvernig er þín saga í stuttu máli í átt að betri heilsu og vellíðan? 
Fyrir nokkrum árum ákvað ég að fara vinna í sjálfri mér – og er enn að því í dag. Þegar ég áttaði mig á því að líkamlega og andlega heilsan haldast alltaf saman í hendur þá breyttist allt. Mér fór að líða miklu betur, varð hamingjusamari og heilsuhraustari. Svefn, mataræði og hreyfing, meira þurfti ekki!


Hvenær hófstu störf hjá Gló ?
Í september 2018


Hvert er minnistæðasta Gló augnablikið? 
Augnablikin þegar starfsfólkið peppa hvort annað – það er svo gaman að sjá hvað allir eru til í að hjálpa hvort öðru.


Hvernig lifir þú Gló lífstílnum utan vinnu?
Ég reyni að borða hollt og hreyfa mig.  
Ég er mikill Glóari. Ég borða Gló á hverjum degi – oft tvisvar á dag. Þegar ég nenni ekki að elda eða þegar ég er að snyrta heima á kvöldin þá á ég til að skjótast upp í vinnu og taka með mér heim. Fljótlegt, hollt og þægilegt!


Hver er uppáhalds rétturinn? 
Sportskálin – ekki spurning!


Uppáhalds samstarfsmaður/kona? 
Má segja allt starfsfólkið? Þau eru öll geggjuð!


Áttu uppáhalds fastakúnna? 
Það er rosalega erfitt að nefna einn, fastakúnnarnir hérna eru allir svo frábærir hver á sinn hátt.  


Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar og hvernig eru morgunvenjurnar? 
Það fyrsta sem ég geri er að kveikja ljósið. Það hjálpar mér að vakna almennilega.  Ef ég hef tíma þá hugleiði ég.
Ég fer síðan á fætur og geri mig til fyrir daginn. Húðrútínan er mikilvægust hjá mér.


Helstu áhugamál: 
Ég hef brennandi og óendanlega mikin áhuga á öllu sem tengist sakamálum og dulspeki. Ég hlusta óhóflega mikið á hljóðbækur og podcöst um þetta tvennt og get aldeilis gleymt mér í googli. 

Sund, útivist, ferðlög. Mér finnst gaman að borða – er það ekki alveg áhugamál útaf fyrir sig?
 


Ef þú gætir gefið fólki eitt ráð fyrir heilsuna þá væri það:
Líkaminn þinn er gullið þitt. Hugsaðu og hlustaðu vel á sjálfan þig. Lærðu á líkamann þinn. Hvíld er lykilatriði.


En fyrir andlega heilsu? 
Hugleiddu. Að vera í jafnvægi er lykillinn. Lærðu að loka á vonda orku og lærðu að opna á góða orku. Stattu með sjálfri/sjálfum þér.


Þú gætir ekki lifað án: 
Einfalt – vatn.


Hreyfing: 
Þessa dagana er ég fastagestur í sundi. Næstum því á hverjum degi fer ég í sund til að synda, nú eða liggja í heitapottinum til að slaka á eða til að hugleiða. Nýlega hef ég fundið ást fyrir að fara út að hlaupa. Það er eitthvað við það að hlaupa/ganga út í náttúrunni. Ég næ að núllstilla mig og orkan hleðst.  


Hver er uppáhalds staðurinn þinn í veröldinni? 
Borgarnes – heimabærinn minn. Besti og fallegasti bærinn á Íslandi. Að sjálfsögðu er það bara mín persónuleg skoðun.


Fyrirmynd: 
Foreldrar mínir. Þau tvö eru klettarnir mínir. Þau eru gull af fólki.


Mottó eða mantra: 
Þetta reddast!


Langtímamarkmið: 
Að vera alltaf ég sjálf. Þetta er kannski ekki alveg markmið en við gleymum okkur oft að vera við sjálf.


Samfélagsmiðlar: 
Fylgist með Lindu á Instagram: lindajakobz

  • 1. nóvember, 2019
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017