Gló Höf. 

GLÓARINN – Rakel Guðmunds


Nú er loksins komið að því að kynna ykkur fyrir henni Rakel sem að vinnur hörðum höndum á bakvið tjöldin hjá GLÓ. Hún er sú sem heldur hópnum saman og sér um að allt gangi snuðrulaust fyrir sig í þessu stóra batteríi. Rakel Guðmundsdóttir er rekstrarstjóri Gló, hún er efnileg ung kona sem Solla og Elli geta ekki lofað nóg og starfsfólkið lítur mikið upp til. Hún er ein af þessum ofurkonum sem nýtir klukkustundirnar í sólarhringnum á undraverðan hátt og gerir ótal margt í einu með bros á vör. Í raun eiga við hana flest öll jákvæðu lýsingarorðin í orðabókinni! Hér fáið þið að kynnast þessari flottu ungu konu aðeins betur:

600279_10150992770954174_1598248349_n


FULLT NAFN: Rakel Guðmundsdóttir


STARFSHEITI: Rekstrarstjóri


MENNTUN: Er í námi í Rekstrarverkfræði við HR samhliða vinnunni og útskrifast næsta vor.


HJÚSKAPARSTAÐA: Í sambandi með Helga Má Hrafnkelssyni.


SUMARDAGSKRÁIN: Njóta sumarsins með fjölskyldu og vinum. Fer til Krítar í 10 daga í ágúst og fer svo í vinnuferð til LA í haust og ætla að framlengja og fara í frí til San Francisco í kjölfarið.


HVENÆR HÓFSTU STÖRF HJÁ GLÓ OG HVERNIG HEFUR ÞAÐ SVO ÞRÓAST?  Ég byrjaði að vinna í afgreiðslunni haustið 2011. Mér bauðst að taka við sem veitingastjóri þegar við opnuðum í Hafnarfirði vorið 2012, tók svo við sem veitingastjóri á Engjateig haustið 2012 og svo sem rekstrarstjóri vorið 2013.

Ég ætlaði í raun bara að vinna í hálft ár áður en ég færi í háskóla en nú 5 árum síðar er ég ennþá á hér!


HVAÐ FINNST ÞÉR BEST VIÐ AÐ VINNA HJÁ GLÓ? Alltaf einhver ný og spennandi ævintýri í gangi hjá okkur svo starfið mitt er alltaf að breytast og þróast og enginn dagur er eins.


HVER ER UPPÁHALDSRÉTTURINN?  Það eru eiginlega tveir uppáhalds; eggaldin parmaggiano og eggaldin með kóríanderpestó. Það er mjög áhugavert val í ljósi þess að ég hataði eggaldin þegar ég byrjaði að vinna á Gló…


i-Zn6pJ3g-X2
MINNISTÆÐASTA GLÓ AUGNABLIKIÐ?
 Sennilega Menningarnótt í fyrra. Menningarnótt er skemmtilegast dagur ársins hjá okkur á Gló en þá byrjum við daginn að hlaupa saman í Reykjavíkurmaraþoninu, förum í brunch til Sollu og Ella og endum daginn á partý heima hjá þeim. Jón Jónsson hefur verið fastagestur hjá okkur og núna í fyrra var alveg einstök stemmning þar sem að Jón Jónsson fór á kostum en aðalstjörnur kvöldsins voru þó starfsmenn okkar sem óvænt stálu senunni af JJ og hann endaði í raun bara á að spila undir hjá þeim. Ógleymanleg stemmning og maður fylltist þakklæti að tilheyra þessum flotta hóp.


HVERNIG LIFIR ÞÚ GLÓ LÍFSTÍLNUM UTAN VINNU? Við Glóararnir tökum hlutverki okkar, að vera framlenging af Sollu og þar af leiðandi fyrirmynd heilbrigðs lífsstíls, mjög alvarlega og grínumst oft með að við getum t.d. ekki látið sjá okkur út í búð eða einhversstaðar að versla eða borða einhverja óhollustu. Það heldur manni á tánum við að viðhalda heilbrigðum lífsstíl.


UPPÁHALDS SAMSTARFSMAÐUR/KONA OG FASTAKÚNNI?  Fyrir mig er þetta svolítið eins og foreldri að gera upp á milli barnanna sinna, sem eru hvorki meira né minna en 140 talsins í dag!

Við höfum verið svo heppin með starfsfólk og eigum svo marga skemmtilega karaktera sem að gera erfiðustu daga frábæra. Það er eitt af því sem að ég elska við starfið mitt er að ég fæ að flakka á milli staða og hitta alla þessa flottu starfsmenn og ekki síður viðskiptavini.


MORGUNVENJURNAR:  Ég fer annað hvort á Crossfit æfingu kl.6 eða í vinnu kl.7 svo að ég vakna alla virka daga milli 5 og 6. Mér finnst morgnarnir dásamlegur tími því þá er engin umferð og ekkert áreiti, hvorki tölvupóstar né símtöl, og þá kem ég alveg ótrúlega miklu í verk.

Það fyrsta sem ég geri á hverjum einasta morgni er að útbúa mér Bulletproof kaffidrykk sem ég drekk á meðan ég geri mig til.

Besta morgunvenjan finnst mér þó þegar ég vakna 20 mínútum fyrr og fæ mér vatn með engifer, túrmerik og sítrónu, tek stutta hugleiðslu og enda svo á að fá mér Bulletproof kaffi. Ég mæli með hugleiðsluappinu Headspace en það er algjört snilldarforrit fyrir þá sem að eru á hlaupum allan daginn. Einfaldar og stuttar hugleiðsluæfingar sem hjálpa manni að hafa stjórn á hugsunum sínum.


ÞEGAR ÞÚ ERT EKKI Í VINNUNNI, ÞÁ ERTU? Á veturna fer mest allur minn frítími í að sinna skólanum. Sumarið er því minn uppáhaldstími og þá gef ég mér meiri tíma í líkamsrækt og eyði öllum sólardögum á golfvellinum.


GOTT HEILSUTRIX: Minn helsti veikleiki er að borða ekki hollt á kvöldin. Mér finnst ekkert mál að borða hollt yfir daginn en eftir kvöldmat langar mig oft í eitthvað sætt. Besta trixið mitt við því er að fá mér piparmintu og lakkríste frá Pukka beint eftir kvöldmat. Það er dásamlega sætt og gott á bragðið og slær á alla sykurlöngun.


ÞÚ GÆTIR EKKI LIFAÐ ÁN: Ég er með svo mikla skipulagsáráttu að ég væri sennilega að snúast í hringi á staðnum ef ég hefði ekki dagatalið og Trello í símanum og tölvunni.


HREYFING:  Crossfit eins oft og ég kemst. Á sumrin erum við á Gló líka með hlaupaþjálfara sem stjórnar hlaupaæfingum tvisvar í viku. Síðustu vikur hef ég líka verið að rifja upp gamla danstakta og kíkja á nokkrar dansæfingar sem er eiginlega erfiðara en nokkur Crossfit eða hlaupaæfing!


FYRIRMYND: Ég er svo heppin að eiga foreldra sem að eru svo flottar fyrirmyndir og sýndu mér meðal annars að konur eiga alveg jafna möguleika í atvinnulífinu og karlar.

Hef annars aldrei átt neina sérstaka fyrirmynd en hef tileinkað mér að reyna læra af fólkinu í kringum mig. Allir hafa einhverja eiginleika sem maður getur tekið til fyrirmyndar.IMG_2518HVAÐ ER AÐ ÞÍNU MATI LYKILATRIÐI TIL AÐ NÁ LANGT Í LÍFI OG STARFI?: 
Hafa trú á því að þú getir allt sem þú vilt. Það geta allir náð árangri ef þeir hafa viljann og ástríðuna í það. Fyrsta skrefið er að trúa og sjá hlutina fyrir sér og þá opnast leiðir til að láta hlutina verða að veruleika.


MOTTÓ:  Never let success get to your head. Never let failure get to your heart.


ÁRAMÓTAHEIT 2016: Ég set mér venjulega ekki áramótaheit en ég ákvað þó að hafa ákveðið gildi að leiðarljósi þetta árið og það er jafnvægi. Ég á það til í að fara út í öfgar í mataræði, vinna of mikið eða æfa of mikið og nú er ég markvisst að vinna í að viðhalda andlegu og líkamlegu jafnvægi.


RAKEL VELUR SÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR ÚR VERSLUN GLÓ Í FÁKAFENI

Screen Shot 2016-06-14 at 11.50.17

Ég er svo heppin að fá að taka þátt í að velja vörurnar inn í verslunina svo ég gæti gert ansi langan lista um þær vörur sem að ég elska! Ég er förðunarfræðingur og elska snyrtivörur og því eiga þær stóran hluta af þeim vörum sem ég elska hvað mest.

Illuminating under eye brightener frá Pacifica: 

Ef ég mætti aðeins nota eina förðunarvöru þá væri það þessi! Þetta er léttur hyljari sem að lýsir upp svæðið undir augunum. Hann er bleiktóna svo hann eyðir út bláa litnum í baugunum svo maður verður ótrúlega frísklegur og sætur með þessum hyljara einum saman.

Spearmint & meadowsweet scalp stimulating shampoo frá John Masters

Ég hef alltaf verið með mikið hárlos sem var alveg að gera mig brjálaða. Þetta sjampó örvar hársvörðinn og hjálpar til við að hindra hárlos og ég finn gríðarlegan mun eftir að ég byrjaði að nota það. Það hjálpar einnig til við exem og flösu í hársverði.
Ég nota sjampóið eitt og sér, nota ekki næringu og greiði hárið ekki eftir sturtu og þannig næ ég ótrúlega flottum liðum í hárið. Ég er mjög löt að fara í klippingu og fór í klippingu núna í fyrsta sinn í 7 mánuði og gaman að segja frá því að klipparinn hrósaði mér sérstaklega fyrir hvað hárið væri lítið slitið og heilbrigt!

Sólarvarnirnar frá Rudolph:

Ég elska að fara til sólarlanda og liggja í sólbaði. Fyrir einu og hálfu ári síðan fékk ég svo skyndilega mikið ofnæmi fyrir ýmsum efnum í snyrtivörum og fékk þá alltaf gríðarlega mikið sólarexem þegar ég makaði á mig sólarvörnum. Rudolph sólarvarnirnar hafa reynst mér ótrúlega vel og hef ég alveg losnað við exem og ofnæmisviðbrögð. Sérstaklega elska ég glæra 50 SPF stiftið sem ég set á varirnar, nefið, eyrun og augnlokin og svo sólarolíuna sem inniheldur líka vörn og gefur manni ótrúlega fallegan lit.

Augabrúnagelið frá Pacifica: 

Ég er með þykkar augabrúnir sem geta orðið alveg stjórnlausar ef ég nota ekki augabrúnagel. Gelið frá Pacifica er til í glæru og ljós brúnum lit. Ég lita ekki á mér augabrúnirnar svo mér finnst brúna gelið alveg fullkomið til að gefa manni svip. Burstinn er líka mjög góður og kemur í veg fyrir að það komi of mikill litur svo útkoman verður mjög náttúruleg.

Strappy racer bra frá Onzie: 

Var að eignast þennan klikkaða topp frá Onzie og get ekki sagt annað en að ég elski hann. Hann veitir góðan stuðning og svo er hann bara svo flottur að við stelpurnar á Gló höfum rætt það að nota hann sem bikiní topp!

  • 13. júní, 2016
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017