Gló Höf. 

Glóarinn: Sara Kristín


Sara Kristín Rúnarsdóttir er ein af nýjustu viðbótunum í Gló teymið dásamlega en þar duttum við svo sannarlega í lukkupottinn. Sara er með BSc í Viðskiptafræði og hóf störf hjá Gló í vor eftir farsælt starfsnám í markaðsdeild Gló. Sara, Kópavogsmær sem á ættir að rekja til Flateyrar, er sannarlegt heilsunörd sem hóf ung að spá í matarræðinu. Við fengum að vita meira um hana fyrir fasta liðinn GLÓARINN:

image1 (1)

Fullt nafn:

Sara Kristín Rúnarsdóttir


Hvenær hófstu störf hjá Gló?

Í maí árið 2017 byrjaði ég í 100% starfi, en ég var í starfsnámi hjá Gló frá janúar til mars árið 2017.


Gló staður og starfsheiti:

Markaðsfulltrúi út um allar trissur


Hvernig er þín saga í stuttu máli í átt að betri heilsu og vellíðan?

Ég hef alltaf verið algjört magabarn og hef prófað allt til þess að koma meltingunni í gott stand. Það ásamt að eiga mjög heilsumeðvitaða móður kveikti áhuga minn á hollu líferni. Það var þungu fargi af mér létt þegar ég komst að því hvað ég gat gert til að halda meltingunni góðri, svo líður manni líka bara svo mikið betur á heilsusamlegu mataræði.


Hvert er minnistæðasta Gló augnablikið?

Líklega þegar ég fór heim til Sollu í fyrsta skipti þegar ég var í starfsnáminu. Ég kom ekki upp orði í góðan tíma vegna þess hve magnað mér fannst að vera mætt heim til hennar, enda litið upp til Sollu frá því ég man eftir mér. Ætli það kallist ekki að vera starstruck?


Hvernig lifir þú Gló lífsstílnum utan vinnu?

Ég passa vel upp á að fá rétta næringu og sjá það jákvæða í öllum aðstæðum. Einnig reyni ég að vera umhverfisvæn en hjartað er alltaf að verða grænna og grænna.


Hver er uppáhalds rétturinn?

Vegan pizzan, spínatlasagnað, avocado morgungrauturinn og miðjarðarhafsskálin, það er engin leið að gera upp á milli.


Uppáhalds samstarfsmaður/kona?

Er hægt að velja?


Uppáhalds fastakúnni?

Mamma


Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar og hvernig eru morgunvenjurnar?

Ég er algjört letidýr á morgnanna svo það fyrsta sem ég geri er að sofa aðeins lengur. Þegar ég fer á fætur fæ ég mér 1 stórt volgt vatnsglas með 2 msk af eplaediki, 1 stórt volgt vatnsglas með sítrónusafa og skola meltingagerlum, B-12 og D-vítamíni niður í leiðinni. Því næst græja ég mig fyrir daginn og útbý smoothie to go, enda ekki þekkt fyrir að vera mjög tímanlega á ferðinni á morgnanna

Þegar þú ert ekki í vinnunni, þá ertu?

Mjög líklega uppi í bústað með fjölskyldunni, inni í eldhúsi að prufa nýjar uppskriftir, að hreyfa mig eða á spjallinu með góðum vinum.


image2 (1)

Helstu áhugamál:

Í raun allt sem tengist heilsu og heilbrigði. Hvort sem það er hreyfing, mataræði eða andleg heilsa. Svo er hundurinn minn eiginlega áhugamál út af fyrir sig.


Ef þú gætir gefið fólki eitt ráð fyrir heilsuna þá væri það:

Hlusta á líkamann, þá sérstaklega meltinguna. Ef við fáum ekki rétta næringu eða næringin er ekki að skila sér þá er mjög erfitt fyrir líkamann að virka rétt. Og muna eftir vatninu! Aldrei nóg af vatni.


En fyrir andlega heilsu?

Ég verð að segja að huga að meltingunni hér líka – það er ótrúlegt hvað hún getur raskað andlegri heilsu ef hún er ekki í lagi.

Einnig að sleppa takinu á því að reyna að hafa áhrif og stjórna öllu sem er kannski ekki hægt að hafa áhrif á, það gerist það sem á að gerast.


Þú gætir ekki lifað án:

Meltingagerla, fjölskyldunnar og hundsins. Svo væri lífið frekar leiðinlegt án Simple Mills vörulínunnar.


Hreyfing:

Spinning, hot yoga og lyftingar 4-5x í viku. Fer algjörlega eftir skapi.


Hver er uppáhalds staðurinn þinn í veröldinni?

Rúmið mitt með góðum þætti er mjög ofarlega á lista, en ætli ég verði ekki að segja sumarbústaður fjölskyldunnar, Flateyri og Barcelona.


Fyrirmynd:

Solla – án efa.


Mottó eða mantra:

Það sem hefur frelsað mig frá öllum heimsins áhyggjum er setningin það gerist það sem á að gerast.


Langtímamarkmið:

Að vera hamingjusöm og starfa við áhugamálið mitt, eins mikil klisja og það hljómar.


Félagsmiðlar:

Instagram: @saraakristin  –  Opið snapchat: maturogmedvi


Sara velur sitt uppáhald úr verslun Gló í Fákafeni

saravelur

Kombucha, meltingagerlar frá Kiki Health, Simple Mills kexið með pekanhnetu bragði, Kite Hill Chive rjómaosturinn og Sea Foam andlitshreinsirinn frá Pacifica.

  • 6. júní, 2017
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – LINDA BJÖRK
01. nóvember, 2019
GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017