Gló Höf. 

GLÓARINN: Sigrún Ágústa


Sigrún Ágústa Helgudóttir er einn af gullmolum Gló sem við getum heldur betur státað okkur af. Hún er skagamær  í húð og hár en hefur starfað hjá Gló í rúmlega ár og er þegar orðin veitingarstjóri á Gló Laugavegi enda einstaklega dugleg, jákvæð og framtakssöm. Við heyrðum í þessari kröftugu ungu konu fyrir fasta liðinn GLÓARINN og fengum að forvitnast um hennar viðhorf til heilsu og lífsstíls: 

portrait


Fullt nafn: Sigrún Ágústa Helgudóttir


Gló staður: Laugavegur


Hjúskaparstaða? Í sambúð með Rúnari Frey


Aldur? 21 árs


Menntun? Stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands


Hver er þín saga í tengslum við heilsu og vellíðan?

Fyrir tveimur árum síðan gerðist ég grænmetisæta sem er það besta sem ég hef gert, eftir að ég byrjaði hjá Gló kynntist ég yoga og hugleiðslu sem er súper!


Hvað hefur þú lært á því að vinna á Gló?

Ég hef lært alveg ótrúelga margt um heilsu og mismunandi matarræði. Mér finnst ótrúlega dýrmætt hversu mikla reynslu maður öðlast í þessu starfi; hvort sem það er í samskiptum, vinnubrögð og allskonar fróðleikur sem maður fær hjá Gló.


Hvað er minnistæðasta Gló augnablikið?

Það er svo ótrúlega margt skemmtilegt búið að gerast á þessum tíma. En það er mjög eftirminnilegt þegar Conor McGregor mætti í hádegismat. Stuttu eftir að hann yfirgaf staðinn fylltist húsið af æstum aðdáendum, en þá hafði hann sett Gló mynd á Instagram!

connor

Hvernig lifir þú Gló lífsstílnum utan vinnu?
Borða bara Kínóa og rauðrófur… Djók!
Það er þetta klassíska, borða hollan og staðgóðan mat og mæti á æfingu. Svo kemur græni djúsinn með mér hvert sem ég fer.


Hver er uppáhaldsrétturinn?

Vegan Enchilada, ekki spurning!


Uppáhalds samstarfsmaður/kona?

Ég er svo heppin að það er ekki ein manneskja sem ég vinn með sem er ekki skemmtileg, glóararnir eru svo miklir gullmolar að ég get ekki gert upp á milli þeirra, þau eru öll með svo flott og mismunandi persónueinkenni að manni leiðist aldrei í vinnunni!


Uppáhalds fastakúnni?

Þessir sem mæta alltaf – líka þegar það er óveður .. haha
Svo eru strákarnir í Húrra alltaf hressir


Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar og hvernig eru morgunvenjurnar?

Morgnarnir eru uppáhalds tíminn minn, þá er svo mikil kyrrð yfir öllu og einhvernveginn tími í allt. Ég er algjör A manneskja og kem sem mestu í verk á morgnanna.
Annað hvort mæti ég í spinning kl 6, en svo finnst mér stundum rosalega gott að sofa aðeins lengur..
Ég byrja alla morgna á hreinum aloe vera safa frá KIKI health, hann hreinsar og græðir meltinguna, svo fæ ég mér yfirleitt staðgóðan smoothie sem ég geri mér heima.


Þegar þú ert ekki í vinnunni, þá ertu?

Á æfingu eða með góðum vin


Helstu áhugamál:

Matargerð- ég elska að prófa mig áfram í eldhúsinu og gleðja vini og fjölskyldu

Hjól – keypti mér racer í sumar og búin að hjóla útum allt

Ferðalöghverjum finnst leiðinlegt að ferðast?


Ef þú gætir gefið fólki eitt ráð fyrir heilsuna þá væri það:

Skipulegðu æfingartíma, njóttu æfinganna og drekktu nóg vatn <3


Þú gætir ekki lifað án:

Ég gæti ekki lifað án áskorana og þeirra sem mér þykir vænt um.


Hreyfing:

Ég reyni að hreyfa mig 3-5 sinnum í viku, spinning og hjól eru í miklu uppáháldi, en þjálfarinn minn hún Sólveig býr líka til snilldar lyftingaplön.
hjól

Hver er uppáhalds staðurinn þinn í veröldinni?
Þetta er roooosalega góð spurning, en íslenska sveitin veitir manni alltaf ákveðna ró.


Fyrirmynd:

Rakel rekstrarstjórinn okkar er ótrúlega flottur karakter, hún virðist vita lausnir við öllum vandamálum og leysir þau á aðdáunarverðan hátt, það er líka gaman að fylgast með því hvernig hún náði að vaxa með fyrirtækinu og byrjaði sem almennur starfsmaður en er rekstrastjóri í dag <3


Mottó:

Betra er vel gert en vel sagt


Langtímamarkmið:

Hafa jákvæðnina alltaf að leiðarljósi, gefa gott af mér og vonandi verða fyrirmynd fyrir aðra eftir vel unnin störf


SIGRÚN VELUR SÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR ÚR GLÓ Í FÁKAFENI: 

14962243_10154651339314104_412351954_n

Aloe vera Forex frá Kiki Health:
Ég byrja alla morgna á þessu – ekkert smá nærandi og græðandi fyrir meltinguna

Sea Foam face wash frá Pacifica:
Er með einn í sturtunni og einn í æfingatöskunni, verðið að prófa !

Vital Immersion hydration mask frá Pacifica:
Þessi gerir slæman dag góðan

Varasalvinn frá REN:
Sá lang besti sem ég hef prófað !

Sólberjagrautur/aqai skál með bönunum:
Fullkomið jafnvægi milli súrt og sætt, uppáhálds morgunmaturinn minn!

  • 2. nóvember, 2016
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
GLÓARINN: GUNNDÍS
23. mars, 2017
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
GLÓARINN – Rakel Guðmunds
13. júní, 2016
GLÓARINN – Kolbrún
12. maí, 2016
Glóarinn – Heiðrún Harpa
26. mars, 2016