Gló Höf. 

Heilsubækur til að lesa í sumar


Hvað á að lesa í fríinu? Við á GLÓ elskum bækur sem tengjast heilsu og vellíðan og lesum meira að segja uppskriftarbækur spjaldanna á milli eins og skáldsögur og mælum með því. Fáðu innblástur með þessum þremur uppbyggjandi bókum í sumar og prufaðu nýjar uppskriftir, mataræði og lífsstíl.

page_1

MÖMMUBITAR

Leikonan Aníta Briem fékk Sollu með sér í lið til að búa til yndislega bók sem inniheldur margt annað en bara uppskriftir. Þó að uppskriftirnar séu alveg frábærar þá er líka gaman að fá persónuleg ráð um meðgöngu og hvernig er best að nærast á þessum vaxtartíma.

 

 

 

 


 

9780714871141-photo-1_1024x1024

RAW

Hún er vissulega á ensku, en það er bara hressandi. Ég myndi allaveganna ekki vilja missa af þessari stórkostlegu bók Sollu sem er ein af fallegustu uppskriftarbókum á markaðnum og mjög fróðleg. Og hún inniheldur helling sem er raw og vegan!

 


61PlA19CyjL._AC_UL320_SR264,320_

BULLETPROOF

Bulletproof hugsjónin og mataræði David Asprey hefur aldeilis slegið í gegn í L.A og víðar og þessi bók inniheldur uppskriftir sem passa undir hans sjónarmið og mataræði sem hjálpaði honum að komast í form og fá meiri orku og fókus.

 

 

 

 

 

 


Allar bækurnar fást í verslun GLÓ Í FÁKAFENI

  • 13. júlí, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Bulletproof Reishi Mocha
03. ágúst, 2016
Glóandi fersk í sumar
25. júní, 2016
Raw Pad Thai salat – uppskrift frá Ani Phyo
19. júní, 2016
Vertu „Bulletproof“
31. ágúst, 2015
Lífrænt í strandtöskuna
01. ágúst, 2015