Avatar Höf. 

Hin árlega heilsuskoðun


Við sendum bílinn okkar árlega í skoðun þar sem farið er yfir ástand hans, hvað þarf að laga, græja og gera til þess að hann gangi vel. Mér finnst áramótin einmitt vera góður árstími til þess að gera slíka skoðun á sjálfri mér. Fara yfir lífið og lífsstílinn, hvað gengur vel og hvar ég má bæta mig. Stundum kallar nýárið á öfgafull ráð og breytingar, en sum ár aðeins á einfaldar betrumbætur sem fela í sér að spýta í lófana í þeim góðu venjum sem ég hef þegar skapað. Í ár snúast nýárs breytingarnar frekar um að uppfæra það góða sem ég er búin að vera að gera í stað þess að umturna lífinu algjörlega.

….

Smá breyting hér, smá lagfæring þar og skyndilega mun okkur líða eins og við séum að lifa betur. Þessi góðu ráð sem ég tók saman fyrir mig og ykkur eru smá en kná. Þau eru ekki byltingarkennd heldur bara frekar klassísk. Finndu nokkur sem tala til þín og deildu svo listanum með góðum vini eða vinkonu fyrir ljúft og gott 2017.


DÝPRI ANDARDRÁTTUR :: Þetta er eitt það besta sem ég hef lært úr jógafræðunum. Að anda dýpra og betur. Þvílík breyting sem hægt er að upplifa á orkustigi ef maður hugsar daglega um andardráttinn og gerir öndunaræfingar reglulega. Að auka meðvitund um andardráttinn getur einnig bætt heilastarfsemi. Taktu frá þrjár mínútur á dag í öndunaræfingar, þú getur gert þær í bílnum á leiðinni í vinnunna eða við skrifborðið. HÉR er ein góð æfing


MEIRA AF LIFANDI FÆÐI :: Á hvaða mataræði sem þú ert, þá er alltaf rými til þess að bæta sig. Það felur oftast í sér að borða meira af grænmeti, ávöxtum og baunum, því það bara klikkar ekki. Bættu við aukaskammt af fersku grænmeti við hverja máltíð og komdu baunum inn í mataræði þitt… nú eða taktu þátt í Veganúar! Í tilefni Veganúar býður GLÓ upp á grænmetisrétti dagsins og vegan skálar á 1.499 allan mánuðinn!


DREKKUM MEIRA VATN :: Það sem maður er búin að heyra þetta oft, þetta er eiginlega orðin gömul leiðinleg tugga. En samt höldum við áfram að drekka of lítið vatn. Króniskur þorsti getur verið rót margra heilsuvandamála. Til þess að tryggja að þú drekkir nóg af vatni daglega, byrjaðu þá daginn á tveimur vatnsglösum og ljúktu deginum á því sama.


LÍKAMINN ÞARF HREYFINGU:: Hvort sem þú hreyfir þig reglulega eða ekki, reyndu samt sem áður að finna nýjar og skapandi leiðir til þess að hreyfa líkamann yfir daginn. Við hreyfum okkur flest of lítið og lifum lífsstíl þar sem við sitjum daginn út og inn. Taktu stuttar pásur á klukkutímafresti til þess að standa upp og teygja á líkamanum. Búðu svo til tíma í vinnudeginum fyrir stutta göngu eða gakktu rösklega upp stiga. Þetta kemur blóðrásinni af stað og heldur líkamanum í betra standi.


MEIRI HLÁTUR :: Hlátur lengir lífið, ekki satt? Því er gott ráð að taka sig ekki of alvarlega. Gleði og kátína eru mikilvægir þættir af sannri vellíðan. Við leggjum alltof litla áherslu á andlega heilsu þegar hún er í raun grunnurinn af góðu lífi og góðum venjum. Hvað myndi hjálpa þér að lifa og líða vel? Vissulega gott mataræði og hreyfing en líka gott hugarástand. Hvernig við lítum á lífið, hvernig samskiptum við eigum í og hvort að við höfum svo gaman af þessu öllu saman. Sölvi Avó býður reglulega upp á hláturjóga í Gló í Fákafeni sem er sniðug leið til að hlægja aðeins meira.


ÚT MEÐ EITUREFNI: Viltu hreinsa út eiturefni úr lífstílnum en veist ekki hvar þú átt að byrja? Heimilið, snyrting, mataræði, öll þessi svið skipta máli. Veldu þér einn flokk og byrjaðu á að skipta út vörum jafnt og þétt. Gott fyrsta skref er að skipta út þeim vörum sem þú notar daglega sem þú veist að eru alls ekki góðar fyrir þig; eins og svitalyktareyðir með áli, óhollt snakk eða gosdrykkur sem þú drekkur daglega. Byrjaðu þar.

Hér eru góðar hugmyndir fyrir staðgengla:

  1. Þegar löngunin grípur þig
  2. 10 heilsusamleg matarskipti   

Svo er gott að taka út aðra stóra óvini eins og eitthvað sem þú setur á allan líkamann eins og líkamskrem eða þvottaefnið sem getur verið fullt af óæskilegum efnum. Næst ferðu í minni atriði og svo koll af kolli.

Ef þú hefur verið á þessari braut í langan tíma og ert löngu búin að hreinsa úr skápum og skúffum, þá er gott að fara að skoða hvers konar efni eru í fatnaðinum þínum sem og eldhúsáhöldum.


HUGLEIÐSLA: Þetta getur verið erfitt að koma sér í en allir geta hugleitt í smástund. Jú líka þið með adhd og ofvirknina. Hugleiðsla þarf ekki að vera flókin né erfið. Byrjaðu á því að taka frá fimm mínútur í smá huglæga einveru. Taktu djúpan andardrátt. Slepptu tökum á hugsunum og áhyggjum og settu athyglina á líkaman og reyndu að slaka á hverjum hluta líkamans. Veldu eitthvað eitt sem þú ert þakklát/ur fyrir og hugsaðu bara um það. Sko, þú ert að hugleiða! LESTU MEIRA UM HUGLEIÐSLU HÉR


LESTU: Að bæta við sig þekkingu er aldrei tímasóun. Búðu til lista af bókum, blöðum eða greinum sem þú vilt lesa og settu þér mánaðarleg markmið. Ef þú vilt lesa þér til um heilsu og vellíðan en vantar hugmyndir þá sting ég upp á að lesa til dæmis Glókorn vikulega, að þú skráir þig á fréttabréf GLÓ (skráðu þig hér í dálknum til hægri) – til að fá reglulegan innblástur eða komir við í Gló í Fákafeni og skoðir úrvalið þar af heilsubókum.


Gleðilegt nýtt ár!
Dagný

  • 8. janúar, 2017
  • 0
Avatar
Dagný Berglind Gísladóttir
Um höfund

Dagný er ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar og vefstjóri Gló. Hún er með BA gráðu í ritlist og listfræði og MA í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er mikið náttúrubarn, lærður jógakennari, í merki vatnsberans með ástríðu fyrir listum og heilsu.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – LINDA BJÖRK
01. nóvember, 2019
GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017