Gló Höf. 

Lifðu til fulls! – Viðtal við Júlíu heilsumarkþjálfa


Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi hefur leitt sykurlausar áskoranir fyrir hundruðir Íslendinga og hjálpað mörgum einstaklingum að ná tökum á mataræðinu. Nýverið gaf hún út uppskriftabókina Lifðu til fulls; Yfir 100 ómótstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma sem hefur vakið mikla lukku. Framundan er matreiðslunámskeið með Júlíu á Gló þar sem hún kennir okkur að búa til gómsæt sykurlaus sætindi. Við heyrðum í henni hljóðið og fengum að forvitnast um upphafið á hennar ferðalagi í átt að betri heilsu og líðan:

SKRÁNING Á MATREIÐSLU NÁMSKEIÐ MEÐ JÚLÍU ÞANN 14. október – SYKURLAUS SÆTINDI

image003

Hvernig kom til að þú fórst að starfa sem heilsumarkþjálfi?

Ég var algjör sykurfíkill hér áður og er ennþá mikill sælkeri þrátt fyrir að ég borði ekki unnin sykur í dag en annars vegar var ég alin upp á mjög hefðbundum mat. Ég hafði lært að lifa með iðruólgu (IBS) sem lýsti sér í meltingaróþægindum og sífelldri magakveisu. Um tvítugsaldurinn fór ég svo að þyngjast aðeins, nokkuð sem ég var ekki sátt við og þróaði með mér slæmt samband við mataræði og líkamsímynd.

Sumarið 2010 áttaði ég mig svo að ég var að glíma við fleiri kvilla en ég hafði tölu á. Ég var t.d. komin með liðverki, þurfti mikin svefn og var oft mjög orkulaus. Ég greindist með PCOS, hormónaójafnvægi) og latan skjaldkirtil. Þetta var algjört sjokk og ég tók ákvörðun að ég ætlaði ekki að lifa svona áfram.

Ég skráði mig í nám hjá IIN (Institute of Integrative Nutrition) og varð algjörlega heltekin af næringu og heilsu. Ég breytti mataræðinu og tók út glútein, mjólkurvörur, allan sykur og fór yfir á alveg plöntumiðað mataræði. Á einni viku varð þvílík breyting á líkamanum og ég kynntist þeim krafti sem rétt mataræði hefur í för með sér. Iðrabólgan sem ég hafði alla ævi glímt við hvarf og meltingin komst í lag, orkan jókst, liðverkirnirnir minnkuðu og líkaminn léttist, húðin ljómaði og mér hafði aldrei liðið eins vel. Seinna meir fann ég að löngun mín í sykur og óhollustu hvarf smátt og smátt.

Ég fékk ástríðu fyrir að vera í eldhúsinu og hverja helgi var ég með ákveðið mission sem snerist að því að taka uppáhalds matinn minn og útfæra hann á hollari vegu án þess að það kæmi niður á bragðinu. Þar voru maðurinn minn og vinir mikil hjálp í smökkun.

Fljótlega eftir stofnaði ég Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun og fór að hjálpa öðrum að breyta um lífsstíl og upplifa orku, vellíðan og sátt í eigin skinni. Kom það flestum á óvart hversu bragðgóður og einfaldur maturinn var og að allir á heimilinu, jafnvel hinir matvöndu gætu borðað hann með bestu lyst. Mér fannst frábært að geta hjálpað öðrum að finna sína leið að bættri heilsu og vellíðan og eftir það varð ekki aftur snúið.

DSC_7955

Nú ertu að fara að halda matreiðslunámskeið og varst að gefa út matreiðslubók. Hvað munum við læra sem mætum á námskeiðin?

Já ég er með námskeið á Gló í bæði vegan matreiðslugerð og annað í sykurlausum sætindum. Í vegan matreiðslunámskeiðinu kenndi ég að gera einfalda og fljótlega rétti án sykurs, glúteins og dýraafurða. Námskeiðið seldist fljótt upp og held ég því annað í desember n.k. og má fylgjast með því á glo.is.

Næstkomandi föstudag 14.október frá kl: 18-21 verður svo auka námskeið í sykurlausum sætindum þar sem uppselt var á fyrra námskeiðið. Þar förum við yfir hvaða náttúrulegu sætugjafar eru bestir fyrir heilsuna samkvæmt nýjustu rannsóknum. Við skoðum líka hvernig er best að skipta út sykri í hefðbundinni uppskrift en einnig kenni ég sniðugar aðferðir og leiðir til að flýta fyrir og hvernig megi svo styðja við orku og ljóma á sama tíma og notið er sætinda.

Á námskeiðinu verður útbúið dýrindis sætubita og hrákökur sem allt verður smakkað af!

Konur jafnt sem karlar hafa verið að koma, bæði byrjendur og lengra komnir. Hægt er að tryggja sér pláss næsta föstudag á þessari slóð: http://www.glo.is/verslun/namskeid-og-fyrirlestrar/namskeid/sykurlaus-saetindi-med-juliu-14-oktober-aukanamskeid

Ef þú gætir gefið eitt gott ráð fyrir heilsuna þá væri það að?

Minnka sykurinn. Sykur og umfram magn frúktósa er í dag ein helsta orsök vanlíðan, ofþyngdar, þreytu, uppþembu, streitu, húðvandamála, bauga og ýmissa sjúkdóma. Prófaðu að fá þér matskeið af kókosolíu þegar sykurlöngun kallar, fá þér vatnsglas, fara og hreyfa þig eða bæta við magnesium. Skiptu út sykri og notaði sætugjafa frá kryddjurtum, grænmeti eða náttúrulegum sætugjöfum. Prófaðu þig áfram með að gera gera þín eigin sætindi án sykurs. Það er gríðarlega mikið af ávinningum sem fást við að sleppa sykri.

Hver er þín persónulega matarspeki?

Borða minna. Meirhlutinn plöntur.

Svo finnst mér lykilatriði að við séum njóta matarins og okkar lífsstíls og að virkilega finnum sátt í okkar líkama, því við höfum bara einn.

Hvaða áhrif hefur breytt mataræði haft á þína heilsu?

Ótæmandi listi… Meiri orka, þrek, vellíðan, jafnvægi, hamingja.

Hvernig byrjar þú daginn vanalega?

Á acidophilus og stóru vatnsglas. Flesta daga hreyfi ég mig líka um leið og ég vakna.

Hver eru þín helstu áhugamál?

Að vera í eldhúsinu, ferðast, hreyfing, dans, fjölskylda og vinir, allt heilsutengt og heilnæmt.

Uppáhalds drykkurinn þinn?

Kakósmoothie minn er alltaf í uppáhaldi. Í hann set ég gúrku, avocado, hemp og chia fræ, möndlumjólk, reishi sveppa duft frá Gló, MTC kókósolíu frá gló, kakó og lucuma. Klikkar aldrei.

Uppáhalds grænmeti og ávöxtur?

Ég elska grænkál, avocado og jarðaber.

Uppáhalds réttur á GLÓ?

Raw Enchiladas

Hreyfir þú þig? hvernig og hversu oft?

Já ég hreyfi mig daglega. Ég elska fjölbreytni og er dugleg að breyta til svo ég verði alltaf peppuð upp að takast á við hreyfinguna. Ég lyfti lóðum, gera mikið af HIIT æfingum með eigin líkamsþyngd sem hækka púlsinn og reyna á þolið. Inná milli nota ég foam rúllu, hjóla, teygi mkið og geri einnig pilates.

Eitthvað nýtt heilsuæði?

Ég er rosalega skotin í sveppa duftunum frá Gló.

Áttu þér fyrirmynd í heilsubransanum, á Íslandi eða erlendis?

Solla er auðvitað bara þvílíkt flott fyrirmynd. Hún er svo hress, óhrædd og setur hjartað í allt sem hún gerir, sem endurspeglast svo margfalt.

Markmið á árinu?

Hjálpa sem flestum að breyta lífsstílnum sínum, sleppa sykri og lifa til fulls. Í lok mánaðarins fer ég erlendis í hráfæðiskóla sem er ótrúlega spennandi og byrja svo að þýða uppskriftabókina mína.

Langtímamarkmið?

Markmið hjá mér hefur alltaf verið um að hafa stærri áhrif og hugsa hvernig ég geti látið gott af mér leiða. Ég mun örugglega aldrei hætta að læra. Ástríða mín fyrir eldamennsku mun svo taka mig eitthvert spennandi og er ég með nokkrar hugmyndir um hvað getur tekið við næst.


Við þökkum Júlíu fyrir svörin og hlökkum til að mæta til hennar á föstudaginn!

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ HÉR!

DSC_9098

 

  • 10. október, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017