Avatar Höf. 

Náttúrulegi sjúkrakassinn


Þrátt fyrir að lifa nokkuð heilsusamlegu lífi, þá gerist það nú samt að ég verði slöpp, veik, fái sár eða lendi í meiðslum. Hvað er þá til ráða fyrir grasaguddu sem vill helst sleppa verkjalyfjum og sterkum efnum eins og mögulegt er? Þegar eitthvað kemur upp sem ekki er lífshættulegt þá reyni ég að fletta upp í bókum og á alnetinu eftir náttúrulegum ráðum sem gætu hjálpað, áður en ég leita lengra.

Vegna þessa er ég komin með nokkur góð ráð í bankann sem ég hef prufað á sjálfri mér, vinum og vandamönnum. Ég er að augljóslega ekki læknir né grasalæknir og því er þessi grein ætluð til fróðleiks og skemmtunar en ekki í stað læknisaðstoðar.

Í SJÚKRAKASSANUM MÍNUM ER:

ATH! Allt þetta fæst í verslun Gló í Fákafeni


ALOE VERA- Ég á til Aloe Vera plöntu heima hjá mér og nota gelið úr henni á bruna og blöðrur heimilisfólksins. En ef þú átt ekki plöntuna þá er gott að eiga hreint og lífrænt Aloe vera gel heima við.


ARNIKA – Grasalæknar og hómópatar lofa þessa jurt enda góð gegn áföllum ýmiss konar og sársauka. Hún hjálpar til gegn gigtverkjum, þegar þú ert lurkum laminn eftir íþróttir eða erfiðisvinnu, hvers kyns verkjum í liðum, góð við marblettum og tognunum. Best er að bera arnikuolíu á svæðið þar sem verkurinn er.


BÖKUNARSÓDI. Bökunarsódi getur verið frábær gegn miklum brjóstsviða og blöðrubólgu einkennum. Blandaðu hálfri teskeið í vatn og drekktu allt og líka það sem verður eftir á botninum. Þú munt finna mun á þér eftir nokkrar mínútur! Svo er bökunarsódi líka ótrúlegur kraftmikill svitalyktaeyðir, þá er sett smá duft í lófann og sett í handakrikann.


CAYENNE PÚÐUR– Þetta krydd er auðvitað frábært í matreiðslu en jafnvel betra til að eiga í sjúkrakassanum. Cayenne púður getur stoppað blæðingu og það mjög fljótt. Einnig er gott að taka Cayenne púður inn, til dæmis með sítrónuvatninu, þegar þú ert veik/ur þar sem það getur aukið blóðfæði og flýtt fyrir bata. Kanill getur líka verið góður í að stoppa blæðingu.


C- VÍTAMÍN – Best gegn öllum „flensulegum“ veikindum. Ég reyni að eiga alltaf til hreint og sterkt C-vítamín í alls kyns formum.


EUCALYPTUS– er frábært gegn kvefi, þegar maður er með stíflað nef eða önnur vandamál í öndunarveginum. Þá er gott að setja nokkra dropa af eucalyptus ilmkjarnaolíu í bala af heitu vatni, setja handklæði yfir og anda að sér gufunum í nokkrar mínútur. Einnig er gott að blanda nokkrum dropum við kókosolíu og bera á bringuna til að losa um slím.


ENGIFER – Elsku engiferið er frábært gegn flökurleika alls kyns og er gagnlegt í öllum formum, te, duft, sem bætiefni og ferskt.  Í alvörunni, engifer snarvirkar gegn sjó – og bílveiki. Gott er að drekka engiferte á tveggja tíma fresti til að halda maganum rólegum í slíkum ferðum. Engiferið er einnig gott gegn flensum og getur róað magann eftir matareitrun.


EPSON SALT– Alltaf gott að setja í baðið fyrir auma vöðva, eftir erfiðan dag eða þegar meiðsli koma upp.


GÓÐGERLAR- Að taka inn góða meltingargerla getur hjálpað þér í veikindum á marga vegu. Góðgerlarnir hjálpa meltingunni og þar með húðvandamálum hvers kyns, flýta fyrir bata og bæta flóruna. Sérstaklega er gott fyrir verðandi mæður að vera með góða flóru þar sem börn „erfa“ flóru móður sinnar.


KAMILLA– Kamillu er gott að eiga mikið af fyrir þá sem eiga erfitt með svefn eða þá sem eiga börn sem eiga erfitt með svefn eða eru veik. Ég hef einnig heyrt, en ekki prófað, að kamillu tinktúra geti einnig virkað vel á góminn fyrir börn sem eru að fá tennur en sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ef þú býrð til te úr kamillu þá er það afar slakandi næturdrykkur en svo er gott að nota teblöðin eða pokana aftur með því að setja þau í baðið fyrir róandi áhrif.


KÓKOSOLÍA– Ég elska kókosolíu, þar sem hún gerir ótrúlegustu hluti. Hún er frábær í matargerð, krem, gott hreinsikrem til að ná snyrtivörum af andliti, góð sem munnskol og fleira. Hún nýtist líka vel þegar búa skal til jurtasmyrsl.


LÍFRÆNT EPLAEDIK– Ég á alltaf til flösku af eplaediki í ísskápnum. Ég blanda einni teskeið í vatnsglas á klukkutímafresti og drekk til að stytta öll veikindi. Eplaedik hjálpar meltingunni og er gott þegar um matareitrun er að ræða en einnig við daglegum meltingarvandamálum og þá ráð að taka inn tveimur tímum fyrir mat.


MYNTA – Önnur frábær jurt fyrir meltinguna er piparmynta. Ég tuggði á laufum í siglingu sem ég fór í um daginn og það gerði gæfumuninn gegn sjóveikinni. Piparmynta er einnig frábær við höfuðverk og þá nota ég nokkra dropa af ilmkjarnaolíu og set á bakvið eyru, á gagnaugað eða nudda fæturnar með henni.


TÚRMERIK – er frábær rót sem virkar á virkar vel til að minnka bólgur hvers konar og liðverki. Hægt er að búa sér til gómsæta gyllta mjólk, blanda duftinu út í vatn eða nota í matreiðslu.


TRÖNUBERJASAFI. Sterkur og hreinn trönuberjasafi úr heilsubúð getur gert kraftaverk í baráttu við blöðrubólgu og hreysti almennt.


VALLHUMALL – hefur lengi verið kallaður plástur náttúrunnar og ekki furða. Vallhumall getur stoppað bæði innri og ytri blæðingu og er hægt að týna víða um land. Fersk jurtin getur verið sett beint á skurð þegar búið er að hreinsa til að loka sári. Að drekka Vallhumal sem teblöndu er gott til að koma jafnvægi á blæðingar kvenna og gegn flensu og hita.800px-Achillea_millefolium_vallee-de-grace-amiens_80_22062007_1

Vonandi koma þessi ráð ykkur vel og ef þið vitið um fleiri ekki hika við að setja þau sem athugasemd eða senda mér póst á glokorn@glokorn.is

Dagný

  • 10. maí, 2016
  • 0
Avatar
Dagný Berglind Gísladóttir
Um höfund

Dagný er ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar og vefstjóri Gló. Hún er með BA gráðu í ritlist og listfræði og MA í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er mikið náttúrubarn, lærður jógakennari, í merki vatnsberans með ástríðu fyrir listum og heilsu.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Plastlaus september 2018
14. september, 2018
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017