Gló Höf. 

Óstöðvandi sjálfstraust með Bjarti Guðmunds


Þann 1. júlí heldur Bjartur Guðmundsson námskeið á Gló sem kallast Óstöðvandi sjálfstraust í topp tilfinningalegu ástandiÞar mun hann kenna hvernig hægt er að fá betra sjálfstraust og þannig ná hámarks árangri í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur. Við heyrðum í Bjarti og spurðum hann nánar út í hans bakgrunn og námskeiðið sjálft:
nytt

Hver er Bjartur Guðmundsson?

Ég er 35 ára gamall leikari og árangursþjálfi sem brennur fyrir mannrækt og að hjálpa fólki að hámarka frammistöðu sína. Ég vil fara mínar eigin leiðir, þoli ekki ef einhver segir að ég geti ekki eitthvað og elska að yfirstíga hindranir. Til að mynda er ég lesblindur en samt er ég lestrarhestur, Ég elska að hlaupa og hreyfa mig. Ég er frekar hrifnæmur og stundum hvatvís. Ég elska vinnuna mína.

Hvernig kom það til að þú fórst að kenna námskeið um velgegni, sjálfstraust og frammistöðu?

Mér hefur alltaf fundist ég þurfa að bæta sjálfan mig alveg frá því ég var krakki og því pælt mikið í þessum hlutum. Ég var mjög orkumikill og hvatvís sem barn og í fljótfærni gerði ég stundum eitthvað sem ég sá eftir og fyrir vikið taldi ég mér trú um að ég væri eitthvað gallaður. Þegar ég byrjaði í skóla átti ég í miklu basli með lestur sem styrkti þessi neikvæðu viðhorf til sjálfs míns. Þar að leiðandi þróaði ég með mér óöryggistilfinningu sem ég hef glímt við síðan. Ég var samt heppinn því foreldrar mínir sögðu alltaf „Bjartur, þú getur allt sem þú vilt“ en þetta uppbyggilega viðhorf gerði mér kleift að trúað því að ég gæti unnið úr óörygginu en lengi vel hafði ég bara ekki hugmynd um hvernig.

Það var ekki fyrr en mér hlotnaðist skrítin gjöf að ég fann leiðina sem varð svo kveikjan af vinnunni minni í dag. Gjöfin var sú að mér gekk ekki nógu vel sem leikari eftir að ég útskrifaðist. Ég upplifði höfnun sem ífði upp gamla óöryggið. Mér fannst ég vera að sökkva í fen sjálfsvorkunnar og biturðar og vantaði tilfinnanlega einhver bjargráð. Ég var svo heppinn að vinur minn lánaði mér hljóðbók með mannræktarfrömuðinum Anthony Robbins. Hljóðbókin náði mér strax. Það var eitthvað við orkuna, skýru framsetninguna og áhrifaríku aðferðirnar sem hreyfði rækilega við mér. Það sem náði mér sérstaklega voru hugmyndir hans um áhrif tilfinninga á allt sem manneskjunni er viðkomandi. Hvernig þær drífa okkur áfram og halda aftur af okkur og hvernig tilfinningalegt ástand okkar hefur áhrif á viðhorf okkar, ákvarðanir og athafnir. Ég tileinkaði mér margar af aðferðum hans og á mjög skömmum tíma fór mér bæði að líða betur og ganga betur í leiklistinni.

Í framhaldinu fékk ég sumarvinnu hjá Bláa Lóninu sem gestgjafi. Mitt hlutverk var að búa til ofurupplifun í hugum gesta auk þess sem ég var beðinn um að hafa eins uppbyggileg áhrif á starfsandann og mögulegt var. Það var þarna sem ég virkilega uppgötvaði gildi þess að vera í topp tilfinningalegu ástandi en ólíkt öðrum gat ég kveikt á því með með þeim aðferðum sem ég hafði tileinkað mér. Fyrir vikið reyndist mér auðvelt að ná til fólks, gefa af mér, leysa vandamál, vera skapandi og lausnamiðaður, þola mikið álag og veita framúrskarandi þjónustu. Velgengnin leiddi til þess að upplifunarstjóri Bláa Lónsins bauð mér að taka þátt í að búa til námskeið um viðhorf og þjónustu fyrir starfsfólk. Námskeiðin gengu vonum framar ég fann mína hillu.

Það var því í kjölfarið á þessum innanhús námskeiðum sem ég tók ákvörðun um að þróa áfram svona námskeið um velgengni, sjálfstraust og frammistöðu fyrir fleiri fyrirtæki. Þessi námskeið hef ég haldið síðan janúar 2016 fyrir lokaða hópa innan fyrirtækja. Þær umsagnir og viðbrögð sem ég hef fengið hafa verið svo hvetjandi að nú er því komið að næsta skrefi sem er að halda opið námskeið, ekkert vinnustaðatengt, þetta er bara opið fyrir alla þá sem vilja komast í TOPP-TILFINNINGALEGT-ÁSTAND!

Hvað er það sem að þér finnst mörgum vanta þegar kemur að því að ná lengra?

Ég er sannfærður um að til þess að ná árangri í hverju sem er þarf samspil þriggja þátta.

1. Áhrifaríka aðferð (þ.e hvernig)

2. Öflugt hugarfar þ.e viðhorf sem vinna með okkur og tilfinningalega hlaðnar ástæður sem drífa

okkur áfram þegar á brattann sækir.

3. Öflugt tilfinningalegt ástand (daglega) sem veitir okkur sjálfstraust, hugrekki og kraft til að gera

það sem við þurfum að gera.

Ég trúi því að flestir setji nær allann sinn fókus á aðferðina þ.e “hvernig?” við getum náð lengra en kafa aldrei djúpt í spurningar á borð við “af hverju vil ég ná lengra?” eða “hvaða viðhorf þarf ég að tileinka mér til að ná lengra?”.

Ég vinn með fólki við að byggja upp öflug viðhorf, drifkraft og tilfinningalegt ástand.

Hvað gerir þú daglega til þess að vera besta útgáfan af sjálfum þér?

Ég á mér ákveðið ritual til að koma sjálfum mér í þett umtalaða Topp-tilfinningalega ástand. Það byggir á því að beita líkamanum á öflugan hátt, beina fókus hugans að þakklæti, stolti og tilhlökkun og enda svo á að þylja upp jákvæðar staðhæfingar af miklum móð. Þetta er eitthvað sem allir geta gert til að komast í sterkt tilfinningalegt ástand. Svona er einföld útgáfa af morgunrútínuni minni:

 1. Ég tek ákvörðun um að komast í magnað ástand með því að svara spurningunni “á skalanum 1 – 10 í hversu öflugt tilfinningalegt ástand ætla ég að koma mér.
 2. Standa í sigur-stöðu þ.e hendur upp fyrir höfuð, bakið beint, axlir aftur, brjóstkassinn fram með stórt bros á vör. Þetta geri ég í 2 mínútur.
 3. Set uppáhalds stuðtónlistina mína fóninn og dansa eins og þetta sé síðasta tækifærið í lífinu til að skemmta mér. Á meðan á þessu stendur er ég með stórt bros á vör. Uppáhalds lagið mitt er Cant stop that feeling með Justin Timberlake.
 4. Ég set næst lagið Chariots of fire á fóninn. Stend aftur í sigur-stöðunni og einbeiti mér að eftirfarandi spurningum og kem með eins mörg svör og ég get. Ég dvel í 1.5 mín við hverja spurningu.
  1. Hvað gæti ég verið þakklátur fyrir núna ef ég virkilega vildi vera þakklátur?
  2. Hverju gæti ég verið stoltur af ef ég vildi virkilega vera stoltur núna?
  3. Hvað við daginn í dag gæti ég hlakkað til ef ég vildi virkilega upplifa tilhlökkun.
 5. Þylja upp setninguna “Ég f-ing rokka” í 1 mínútu af mikilli innlifun og sannfæringu.
 6. Ég tek ákvörðun um gæði dagsins frammundan með því að svara spurningunni “Í hversu góðu tilfinningalegu ástandi ætla ég að vera í dag á skalanum 1 – 10, alveg sama hvað gerist?”

Nú ertu að fara að kenna spennandi námskeið á Gló 1. júlí – Hvað muntu kenna?

 • Við munum velta fyrir okkur spurningunum “afhverju að byggja upp sjálfstraust?” og “afhverju að ástunda topp tilfinningar?”.
 • Við munum læra ótrúlega áhrifaríkar aðferðir til að komast í topp tilfinningalegt ástand sem eflir sjálfstraust og viðhorf til okkar sjálfs.
 • Stór hluti af námskeiðinu fer svo í að nota aðferðirnar og upplifa á eiginn skinni á staðnum hve auðvelt og áhrifaríkt það er að örva taugakerfið þannig að við komumst í þetta öfluga ástand!

MEIRA UM NÁMSKEIÐIÐ HÉR

 • 28. júní, 2017
 • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hvað er það besta við þig?
10. nóvember, 2017
Hvað er hláturjóga?
04. maí, 2017
Heilsuþerapistinn Martin Bonde kemur til landsins
29. mars, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
Að draga úr vanlíðan eða efla vellíðan?
19. janúar, 2017
Höldum holl og góð jól! – UPPSKRIFT
03. desember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
Melting og bólgusjúkdómar: viðtal við Birnu Ásbjörnsdóttur
29. október, 2016
Lifðu til fulls! – Viðtal við Júlíu heilsumarkþjálfa
10. október, 2016