Anna Sóley Höf. 

Þín eigin nuddolíublanda


Að mínu mati er nuddolía jafn mikilvæg og tannkrem. Það er að sjálfsögðu til urmull af frábærum nuddolíum sem hægt er að kaupa tilbúnar, með alls kyns loforðum um ástarblossa og vöðvaslökun, sem eru eflaust dagsönn líka. En nuddolía er eitt af því einfaldasta sem hægt er að blanda heima hjá sér. Í raun er hægt að nudda með flestu sem er rakagefandi og maður rennur sæmilega á. Svo ef þú átt ekkert annað en olívuolíu þá getur það bara virkað líka.

Ég hef komist að því að ef ég geri nuddolíu þá er það fullkomin ástæða til að prófa og það sem meira er láta prófa á sér. Svo ef þú villt fiska baknudd þá er þetta ein góð leið til þess.

Þá er það spurning um hvaða olíu og það sem meira er hvaða ilmkjarnaolíu á að nota.

Ég nota Grapeseed olíu. Hún er frábær burðarolía og finnst gjarnan í sjampóum, hárnæringum og húðvörum af ýmsum toga.  Andoxunarefni Grapeseedolíunnar eru kallaðir PCO (pro-cyanidolic oligomers). Kostir þess eru að þeir hjálpa til við C vítamín framleiðslu líkamans, vinna gegn háræðasliti og binda kollagen þyrpingar saman og vernda frá bakteríum. Olían er rík af steinefnum, andoxunarefnum, vítamínum og hjálpar til við að hreinsa og jafnvel koma í veg fyrir stíflaða fitukirtla vegna línólsýrunnar sem hún inniheldur en það er fitusýra sem hentar vel fyrir feita húð.  Að lokum þá rennur grapessed olían mjög vel og fer vel inní húðina sem gerir hana að ákjósanlegri nuddolíu. Því þetta snýst jú allt um það.

Svo ein og sér er grapeseed olían frábær nuddolía, en það er ekki nógu mikið fútt í því svo einhverju ilmandi og dásamlegu þarf að blanda við hana til að gera hana að alvöru lúxus nuddolíu.

Eins og í þessum keyptu þá get ég að sjálfsögðu lofað rómans, slökun, ungri húð og flestu öðru fallegu og góðu en byrjum á róandi/slakandi:

Róandi nuddolía.

Grapeseed olía – eins mikið og þú vilt eiga af nuddolíunni, ég myndi kannski finna hentuga flösku undir olíuna fyrst og gera eins mikið og passar í hana.

Slökunarblanda:

Sandalviður: 10 dropar

Sage 8-9 dropar

Bergamot 2-3 dropar

Neroli 2-3 dropar

Francincence 2-3 dropar

Þetta magn miðast við um það bil 60 ml.

Að vanda eru engar reglur um eitt eða neitt nema kannski að það verði nuddað með olíunni.

„Find a way to get a full-body massage every day.“ 
– S. Jay Olshansky

Anna Sóley

——

Anna Sóley gerir reglulega DIY snapp seríur á Snapchat Gló – Fylgstu með á gloiceland

Allar vörurnar fást í Gló í Fákafeni

  • 27. ágúst, 2016
  • 0
Anna Sóley
Anna Sóley
Um höfund

Anna Sóley er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rak verslunina Ampersand og starfaði meðal annars sem stílisti. Anna hefur mikla ástríðu fyrir öllu skapandi, heilsutengdu og er DIY drottning Gló bloggsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
5 ilmkjarnaolíur sem gott er að hafa við höndina
17. mars, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
DIY- Kollagen Skrúbbmaski
29. desember, 2016
DIY – Klístur og Klín Hreinsirinn Mikli
20. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
GLÓARINN: Anna Sóley
24. nóvember, 2016
Glóandi saltskrúbbur
10. nóvember, 2016