Gló Höf. 

Plastlaus september 2018


Við fögnum átakinu Plastlaus September sem hvetur okkur öll til þess að endurmeta plastnotkun okkar og gera það sem við getum til að minnka hana. Við getum stolt sagt frá því að „take away“ umbúðir og götumál Gló, sem og rör og hnífapör eru EKKI úr plasti á Gló veitingarstöðunum heldur úr 100% jarðgeranlegar umbúðir úr plöntum frá Vegware. Þetta finnst okkur ekkert nema sjálfsagt enda eigum við bara eina jörð og við viljum alltaf leitast við að gera betur. Flokkun rusls er einnig í hávegum höfð á Gló og er það eitt að því fyrsta sem starfsfólki Gló er kennt. Að flokka flokka og flokka.

VERUM MEÐVITUÐ

Það er oft sem við stöndum frammi fyrir valinu að kaupa eitthvað í plastumbúðum sem er til í annars konar umbúðum. Reynum að vera meðvitaðir neytendur og kaupa olíuna okkar í gleri, þvottaklemmurnar okkar úr við, afþakka rör, kaupa þvottaefnið í pakkaumbúðum og velja það grænmeti sem er ekki plastumbúðum svo eitthvað sé nefnt.

FREKARI UPPLÝSINGAR UM PLASTLAUSAN SEPTEMBER OG GÓÐ RÁÐ ERU AÐ FINNA HÉR: https://plastlausseptember.is/

  • 14. september, 2018
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Náttúruleg ráð gegn flensu
08. október, 2019
Djúspakkar Gló – leiðbeiningar
26. september, 2019
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
Jólamatur grænkera
16. desember, 2016
Hið Magnaða Mansjúríute (Kombucha)
29. nóvember, 2016
D-Vítamín dagurinn
16. nóvember, 2016