Gló Höf. 

Viðtal við Unu Emilsdóttur læknanema


UPPFÆRT 22. ágúst – UPPSELT ER Á BÆÐI NÁMSKEIÐ UNU. Una Emilsdóttir er 29 ára læknanemi úr Garðabænum með ástríðu fyrir heilbrigði sínu sem og annarra. Hún heldur nú í annað sinn námskeið á Gló um tengingar á milli lífsstíls og algengra sjúkdóma og hvað við getum gert til að sporna við þeim. Fljótlega og við opnuðum fyrir sölu á fyrirlestrinum hennar seldist upp svo að bætt hefur verið við aukanámskeiði þann 23. ágúst n.k. – –  Við heyrðum í þessari kröftugu ungu konu og fengum að fræðast um lífsstíl hennar og venjur:

Þú heldur í vikunni fyrirlestur um ónæmiskerfið í tengslum við krabbamein og fleiri sjúkdóma. Hvernig fórstu inn á þessa braut að tengja lífsstílsvenjur við sjúkdóma?

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heilbrigðu líferni og aldrei efast um mikilvægi þess að passa upp á líkama og sál. Það var þó ekki fyrr en í fyrra að sjóndeildarhringur minn opnaðist svo um munaði eftir að hafa heyrt viðtal við mann sem hefur í samvinnu við lækna, líffræðinga og aðra vísindamenn safnað upplýsingum um sjúkdóms- og krabbameinsvaldandi þætti og einnig hvað við getum gert til að verjast slíkum umhverfisþáttum. Þar má nefna falin eiturefni í nærumhverfi, matvælum, snyrtivörum og fleira sem neitendur hafa hreinlega ekki hugmynd um að séu þeim skaðleg.

HVER ER ÞÍN MATARSPEKI?

Ég lifi eftir því sem Jamie Oliver sagði einhvern tímann: “Food doesn’t contain ingredients, it IS ingredients” – þ.e.a.s. ég borða eins lifandi, ferska og lífræna matvöru og ég get. Ég forðast unna matvöru, drykki og púðurmat eins og heitan eldinn. Þar fyrir utan held ég mig við góðar fitur og held kolvetnum í lágmarki.

EF ÞÚ GÆTIR GEFIÐ EITT GOTT RÁÐ ÞÁ VÆRI ÞAÐ AÐ: 
Hætta að nota plast, líka BPA-frítt..!

HVERNIG BYRJAR ÞÚ DAGINN VANALEGA?

Ég byrja oftast á því að fá mér hálfa sítrónu í volgt vatn eða 2 msk eplaedik í vatn. Skola svo tennurnar vel og vandlega með vatni og borða svo chiagraut eða egg og avókadó korteri síðar.

HVER ERU ÞÍN HELSTU ÁHUGAMÁL?

Allt sem við kemur því að lifa lífinu lifandi! Dans og hlátur með mínu fólki er sennilega það sem veitir mér allra mestu gleðina. Náttúran og útivist, líkamsrækt, gæludýr, bókalestur, matargerð… ég gæti haldið endalaust áfram. Lífið er svo hrikalega skemmtilegt.

UPPÁHALDS DRYKKUR?

Vatn – ekki spurning.

UPPÁHALDS MATUR?

Bleikja með ristuðum möndluflögum, sætum kartöflum og salati.

UPPÁHALDS RÉTTUR Á GLÓ?

Ég fæ ekki nóg af skálinni á gló með kelp núðlum.

HREYFIR ÞÚ ÞIG? HVERNIG OG HVERSU OFT? 

Ég fæ fráhvörf ef ég hreyfi mig ekki reglulega. Ég byrjaði 5 ára í fimleikum og eftir að ég hætti 13 ára gömul hef ég verið virk í líkamsrækt af ýmsum toga. Ég geng á fjöll, fer á snjóbretti, dansa við hvert tækifæri (mæli hiklaust með háskóladansinum!), fer út að hlaupa, fer í pallatíma, spinning og crossfit svo eitthvað sé nefnt.

EITTHVAÐ NÝTT HEILSUÆÐI? 

Probiotics fyrir þarmaflóruna

ÁTTU ÞÉR FYRIRMYND? 

Ég á margar. Ég er umkringd vel gefnum, hörkuduglegum og bráðfyndnum vinum sem ég tek endalaust til fyrirmyndar og fæ innblástur frá. Systir mín er hetja, kærastinn minn sá allra metnaðarfyllsti og foreldrar mínir snillingar. Ég trúi því stundum ekki hvað ég er heppin.

MOTTÓ EÐA MANTRA? 

In the end, it’s not the years in your life that count. It’s the life in your years” (Abraham Lincoln).

HVAÐ MUNU ÞEIR SEM MÆTA Á FYRIRLESTURINN HJÁ ÞÉR LÆRA?

Fólk mun læra mikið um samhengi lífsstíls og myndun sjúkdóma. Það mun fræðast um ónæmiskerfið og tengingu þess við krabbamein og þær ógnir sem að því steðja úr ýmsum áttum. Það mun einning fræðast um mikilvægi þarmaflórunnar og fá verkfæri til að forðast faldar hættur í nærumhverfi okkar, t.d. í matvælum og snyrtivörum svo eitthvað sé nefnt.

Við þökkum Unu fyrir svörin og hlökkum til að læra af henni!

 

  • 22. ágúst, 2016
  • 2
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Plastlaus september 2018
14. september, 2018
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Óstöðvandi sjálfstraust með Bjarti Guðmunds
28. júní, 2017
Heilsuþerapistinn Martin Bonde kemur til landsins
29. mars, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
Að draga úr vanlíðan eða efla vellíðan?
19. janúar, 2017