Avatar Höf. 

Að minnka eða hætta sykurneyslu


Eftir ofgnótt matar og sætinda um páskana eru margir sem vilja minnka eða hætta sykurneyslu og ég er svo sannarlega í þeirra hópi. Sykur er svakalega ávanabindandi og því er gott að undirbúa sig vel ef minnka á sykurneyslu eða hætta alfarið, hversu mikið sem þú borðar af honum. Mér finnst ég til dæmis vanalega ekki borða mikið af sykri (sem gæti vissulega verið sjálfsblekking), en samt finnst mér alveg ótrúlega erfitt að sleppa því að fá mér dökkt súkkulaði eftir matinn eða sleppa því að gúffa í mig í veislum. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan segir Gabrielle Bernstein rithöfundur og fyrirlesari frá sinni reynslu af því að hætta að borða sykur og þeim mögnuðu áhrifum á líðan og heilsu sem hún fann fyrir í kjölfarið.

3 góð ráð til að hætta eða minnka sykurneyslu:

  1. Undirbúðu þig vel: Bókin I quit sugar er frábær til undirbúnings en einnig er nóg af greinum á netinu um leiðir til að hætta sykri, um hvar hann leynist og hvað er best að borða í staðinn.
  2. Gerðu þetta með góðum vin: Það getur verið erfitt að hætta sykri og því gott að hafa einhvern með sér í átakinu til að hringja í þegar freistingar eru nærri eða til að deila með uppgötvunum og uppskriftum.
  3. Æfðu þig í eldhúsinu: Til að ná árangri þarf að setja sykurleysi í forgang og gefa sér tíma í eldhúsinu til að búa til snarl og mat frá grunni sem inniheldur engan sykur.

HÉR eru svo nokkrar góðar uppskriftir frá höfundi bókarinnar I quit sugar
Og HÉR er góð hugleiðsla frá Gabrielle sem er tilvalin í svona átak.

Einn, tveir og..!

  • 1. apríl, 2016
  • 1
Avatar
Dagný Berglind Gísladóttir
Um höfund

Dagný er ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar og vefstjóri Gló. Hún er með BA gráðu í ritlist og listfræði og MA í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er mikið náttúrubarn, lærður jógakennari, í merki vatnsberans með ástríðu fyrir listum og heilsu.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017