Gló Höf. 

BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!


Við vitum að það getur verið erfitt að standa við markmið í mat og næringu utan heimilisins. Vinnufélagarnir mæta kannski með sykraðar freistingar á vinnustaðinn eða þér finnst vera lítið úrval af hollri fæðu í skólanum. Fyrirstöðurnar eru ýmsar en hér eru nokkur góð ráð sem gætu hjálpað þér að borða betur yfir daginn.

Haustið er skyndilega skollið á. Margir hverjir eru ekki komnir í góða rútínu því skyndilega varð mikið að gera og þá getur verið auðvelt að grípa í einfalda og ekki eins holla fæðu. Þess vegna er um að gera að nýta sunnudaga í að skipuleggja mat vikunnar og sjá hvort að það hjálpi þér ekki við að standa við þín markmið þegar kemur að heilsu og næringu.

UNDIRBÚÐU NESTI KVÖLDIÐ ÁÐUR

Ein mjög góð venja sem getur hjálpa til við að borða bæði hollan og góðan hádegis- og morgunmat er að undirbúa matinn kvöldið áður. Undirbúðu morgunmatinn svo að þú sért fljótari af stað á morgnanna, búðu til nesti úr afgöngum eða næringarríkt salat frá grunni til að taka með þér í hádegismat. Hugmynd að góðu nesti er til dæmis litríkt salat í krukku með kjúklingabaunum eða heilsusamleg grænmetisvefja. Svo er það vatnsflaskan, hún er sérlega mikilvæg.

VERTU ALLTAF MEÐ SNARL MEÐ ÞÉR

Búðu til snarlkrukku sem þú ert alltaf með á þér eða geymir í vinnunni svo að þú getir gripið eitthvað seinnipartinn. Tilvalið snarl eru hnetur, fræ, möndlur, kókosflögu blanda – epli og möndlusmjör, djúsarnir frá Gló, eða eitt avókadó og smá salt. 
djusinn

LEGGÐU VINNUNA TIL HLIÐAR ÞEGAR ÞÚ BORÐAR

Þegar það er mikið að gera getur manni dottið það í hug að borða á meðan unnið er. En þess konar „múltítasking“ hjálpar ekki heilsunni því að þá ertu ekki með athyglina á athöfina að borða og finnur því ekki eins fyrir því hvenær þú finnur fyrir seddu. Í stað þess að vinna í gegnum hádegismatinn taktu frá hálftíma í að njóta matarins. Reyndu að borða hægt og tyggja vel og leyfa þér að skilja eftir og borða það seinna um daginn sem þú hefur ekki lyst á.


VELDU HEILSUSAMLEGAN HÁDEGIS VEITINGARSTAÐ

Ef þú nýtur þess að fara út að borða með skóla- eða vinnufélögunum reyndu að fá þá með þér á heilsulestina og veldu veitingarstaðinn vandlega. Gló staðirnir eru að sjálfstögðu tilvaldir í hádeginu, mjög oft eitthvað nýtt á boðstólunum og eitthvað sem hentar flestum!

 
FORÐASTU FRÍA SKRIFSTOFUMATINN

Þó að það sé freistandi að fá frían mat í vinnunni eru ekki öll fyrirtæki jafn fókuseruð á að kaupa inn heilsusamlegt fæði. Áður en þú stekkur á frítt snarl eða máltíð spyrðu þig þá hvort að þessi matur passi inn í þitt mataræði, hvort að þú myndir borða þetta ef þú værir að borga sjálf/ur og hvernig þessi matur mun láta þér líða. Ef maturinn er ekki í takt við þitt mataræði reyndu þá að sleppa honum eða að biðja um eitthvað annað fyrir þig.

STRESS ÁN SYKURS 

Vinna og skóli geta hvoru tveggja verið streituvaldar. Að grípa til sykurríkrar fæðu þegar mikið er að gera til þess að deifa stressið hjálpar ekki. Í staðinn, taktu frá fimm mínútur og finndu stað til að slaka á og hugleiða, anda djúpt og losa spennu úr líkamanum. Þetta getur hjálpað þér að takast á við streitu án þess að leita í ruslfæði og sykur.

KÍKTU SVO VIÐ Í VERSLUN GLÓ Í FÁKAFENI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ OKKAR AF HOLLRI MATVÖRU


  • 27. ágúst, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Undirbúningur fyrir maraþon
05. ágúst, 2019
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
Heilbrigður skammtur af sjálfselsku
12. maí, 2017
Djúsdagur Huldu B Kraftlyftingakonu
13. febrúar, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
Vegan Súkkulaðibitakökur – UPPSKRIFT
21. desember, 2016
Jólamatur grænkera
16. desember, 2016
Hollt heilafóður
16. nóvember, 2016
ÞEGAR LÖNGUNIN GRÍPUR ÞIG
18. júlí, 2016