Gló Höf. 

Brauð & co. opnað í Fákafeni!


Gló í Fákafeni  hefur heldur betur á sig blómum bætt en BRAUÐ & CO., besta bakaríið í bænum, opnaði glæsilegt útibú í verslun okkar nú á dögunum. Þar eru bökuð gómsæt súrdeigsbrauð, snúðar og sætindi á staðnum svo að allir þeir sem elska Brauð & Co. brauðmetið geti sótt sér nýbakað brauð í Skeifuna!

Við erum ekkert smá ánægð með þessa nýju nágranna! 

_MG_8860

Fyrir ykkur sem hafa ekki kynnst gómsæta brauðinu frá Brauð& co þá er það súrdeigsbakarí á Frakkarstígnum sem leggur áherslu á hágæða hráefni. Fegurðin felst í heiðarleikanum; allt fer fram fyrir opnum dyrum og gestir og gangandi geta fylgst með ferlinu, spurt bakarana – sem eru mjög litríkar persónur –  sjálfa út í það sem fram fer og forvitnast um hráefnin og uppruna þeirra. Til dæmis er þar á boðstólnum rúnstykki, kínóa og spelt brauð, bókhveiti brauð, rúgbrauð og Emmer heilhveitibrauð, allt úr súrdeigi! Úff og snúðarnir…þeir eru ávanabindandi.

Bakarí Brauð&co. í Fákafeni er opið frá 7:30-18:00 alla daga

_MG_8857

Verið hjartanlega velkomin!

  • 23. júní, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Vegan Súkkulaðibitakökur – UPPSKRIFT
21. desember, 2016
Gleðilegan hummus dag!
13. maí, 2016
Ómissandi kasjúsósa
27. apríl, 2016
Súrdeigsbrauð frá Brauð Co.
12. apríl, 2016
Gullin mjólk – töfrar túrmeriks
29. febrúar, 2016
DIY – SJAMPÓ
20. nóvember, 2015
Lífrænt í strandtöskuna
01. ágúst, 2015