Julia Magnúsdóttir Höf. 

Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu


Þessi sykurlausi Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu er eins og nammi í morgunmat. Í tilefni þess að ég held tvö vegan matreiðslunámskeið á Gló á næstunni ákvað ég að deila þessum bragðgóða chia graut með þér.


 

5. Október – Matreiðslunámskeið með Júlíu, Vegan réttir fyrir alla vikuna

12. Október – Sykurlaus sætindi með Júlíu

Sérstakt tilboð er fyrir þá sem skrá sig á bæði námskeið  – 13.990 kr.


 

Vissir þú að ein helsta orsök sykurlöngunar er vegna skorts á næringarefnum eins og magnesíum, steinefnum, góðri fitu og próteini meðal annars?

DSC_6450

Chia fræ

Chia fræ eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þau eru próteinrík og frábær uppspretta af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum ásamt því að vera talin ríkasta plöntu-uppspretta af omega-3 fitusýrum í heiminum. Fræin eru frábær gegn sykurpúkanum þar sem þau gera það að verkum að umbreyting kolvetnis í sykur í líkamanum verður hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni sem dregur jafnframt úr sykurlöngun.

Hnetusmjör

Hnetusmjör inniheldur holla fitu sem gefur seddu og jafnar blóðsykur. Hnetusmjör og sulta er einnig svo klassísk samsetning og gerir því chia skálina svo ómóstæðilega. Veljið lífrænt og annaðhvort fínt eða gróft, allt eftir smekk.

DSC_6421

Stevia

Stevía er græn laufguð planta sem er 100% náttúruleg og hefur verið notuð til lækninga um aldir og á uppruna sinn að rekja aftur 200 ár til Suður-Ameríku. Stevia getur verið allt að 200-350 sinnum sætari en hvítur sykur á meðan hún hækkar ekki blóðsykurinn. Stevia getur hjálpað til við að stilla matarlöngun í hóf, er hitaeiningalaus og getur hjálpað að draga úr candida sveppnum. Ég skrifaði grein um steviu hér ef þú vilt lesa meira. Mér finnst stevia ekki gefa eftirbragð í uppskriftinni en fyrir þá sem vilja má sleppa henni og kaupa sykurlausa sultu sem má nota í staðinn.

DSC_6553

 Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu

~ fyrir tvo

Sulta:

1 bolli íslensk bláber, krækiber eða sykurlaus sulta

1 msk chia fræ

1 dropi stevia með vanillu (val)

Chia búðingur:

1 1/2 bolli kókosmjólk (1 dós) eðamöndlumjólk

2-4 dropar stevia með vanillubragði

1/3 bolli chia fræ

2 msk hnetusmjör*

Bláber til skreytingar

*Hægt er að skipta út hnetusmjöri fyrir möndlusmjör fyrir þá sem þola illa hnetusmjörið

AÐFERÐ:

1.Byrjið á að útbúa sultu með því að merja ber í skál eða hræra í blandara. Sleppið þessu ef þið notið keypta sultu.

2.Leggið 1/3 bolli chia í bleyti á móti bolla af vatni og geymið. Hrærið kókosmjólk, steviu og hnetusmjöri í blandara þar til silkimjúkt. Bætið chia fræjum við undir lokin og hrærið örlítið(þið viljið halda chia fræjunum heilum). Leyfið þessu að kólna í klukkustund í ísskáp eða yfir nótt.

3. Sameinið í skálar með því að setja sultu neðst, chia graut svo og skreytið loks með bláberjum og auka hnetusmjöri.

Ég vona að þú prófir þessa uppskrift hún er:

Rjómkennd

Fullkomlega sæt

Holl

Fljótleg

Seðjandi

Þessi uppskrift skammtur fyrir tvo og er auðvelt að gera chia búðinginn kláran og geyma í kæli fyrir vikuna þar sem hann endist í 3-5 daga. Þetta gerir rausnarlegan morgunverð, millimál og eitthvað sem þú getur fengið þér omeð krökkunum, sérstaklega ef þeireru hrifnir af hnetusmjöri.

Ekki missa af matreiðslunámskeiðunum, eitt um vegan og glúteinlausa matreiðslu þann 5. Október og hitt sem er um sykurlaus og glúteinlaus sætindi – 12. október  – SÉRSTAKT TILBOÐSVERÐ EF ÞÚ FERÐ Á BÆÐI NÁMSKEIР13.990 KR. 

Deildu greininni frjálslega með vinum á samfélagsmiðlum og endilega komdu á námskeiðin!

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

  • 27. september, 2016
  • 0
Julia Magnúsdóttir
Julia Magnúsdóttir
Um höfund

Júlía er næringar- og lífsstílsráðgjafi, vottaður heilsu- og markþjálfi og stofnandi Lifðu Til Fulls heilsumarkþjálfun sem hjálpar konum og hjónum að léttast, og auka orku. Júlía byrjaði ferðalag sitt að bættri líðan og heilsu þegar hún fann sig ráðþrota í hvernig hún gæti unnið bug á meltingarvandamálum, lötum skjaldkirtli, liðverkjum og orkuleysi. Með lífsstílsbreytingu og breyttu mataræði náði hún bata á þessum kvillum og hefur í dag hjálpað hundruðum einstaklinga að ná sinni óskaþyngd og skapa vellíðan og heilsu með 5 daga matarhreinsun, Lífstíllsþjálfun, ókeypis sykurlausum áskorunum og vikulegu heilsubloggi. Júlía gaf einnig nýverið út matreiðslubók sem er heldur betur að slá í gegn.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hnetusteik – leiðbeiningar
04. desember, 2019
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Gómsætar Kúrbítsnúðlur
20. maí, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Vegan Súkkulaðibitakökur – UPPSKRIFT
21. desember, 2016
Vegan Pumpkin Latte – UPPSKRIFT
30. október, 2016
Einföld bananakaka – Uppskrift
14. ágúst, 2016