Anna Sóley Höf. 

D-Vítamín dagurinn


Ég ætlaði að bjóða ykkur gleðilegan D-dag en það hefur ótal margar neikvæðar skírskotanir svo þessi dagur verður að vera kallaður eitthvað annað.

Gleðilegan D-vítamín dag!!! Nú er heldur farið að þyngja í veðri og sólin er kannski ekki tíðasti gesturinn hér á fróni svoni yfir vetrartímann. Kannski vegna þess að við búum jú á eyju í Norðurhafi ekki sólríkri Suður-Ameríkuströnd sem þetta er eitt af mikilvægari bætiefnunum sem við tökum inn.

Góðu fréttirnar eru að hér má finna mikið úrval af mismunandi D-vítamíni og það má nálgast með auðveldum hætti, í spray-i, töflum og hylkjum. Hver einasti vefur líkamans tekur á móti D-vítamíni: heilinn, hjartað, vöðvarnir og ónæmiskerfið, sem þýðir að D-vítamín er nauðsynlegt til að allt virki sem skyldi. Þeir sem eru í áhættuhópi til að vera lágir í D-vítamíni eru þeir sem búa fjarri miðbaug, fólk með króníska sjúkdóma, heldri borgarar og reyndar líka þeir sem eru með dökka húð, en þegar sólin sýnir sig drekkur húðin í sig þetta lífsnauðsynlega vítamín. Svo með sólarvörn og öllu tilheyrandi erum við í toppmálum þegar og ef það gerist. Það þýðir samt ekki að við ættum ekki að taka inn aukaskammt yfir sumartímann, kannski bara aðeins minna.

Veturinn er langur og kaldur og getur dregið marga inn í myrkrið og þá kemur D-vítamín sterkt inn. Margar rannsóknir benda til samhengis milli þunglyndis eða depurðar og lágs D-vítamín stuðuls. Þó að enn sé verið að finna út nákvæmlega hversu stórt hlutverk D-vítamín spilar og hversu nauðsynlegt er að taka þetta bætiefni. Það má þó finna mýmargar rannsóknir sem benda til jákvæðra breytinga við inntöku þegar kemur að hinum ýmsu geðsjúkdómum, en það á sérstaklega við um skammdegisþunglyndi og lundarfarssjúkdóma. Þó að marga þætti þurfi að tvinna saman til að vinna bug á slíku þá er D-vítamín að minnsta kosti einn af þeim auðveldari til að bæta og laga. Flestir sem taka þetta vítamín inn reglulega finna geigvænlegan mun á því þegar þeir gera og þegar þeir gleyma. Það er ekki bara lundin sem léttist en D-vítamín hefur einnig jákvæð áhrif á hófstilltari matarlyst fyrir þá sem glíma við nokkur aukakíló eða mörg aukakíló. Svo eins og fyrr hefur komið fram þá njóta allir hluta líkamans góðs af inntöku D-vítamíns.

Svo niðurstaðan er þessi.. Er hægt að kaupa sér hamingju og vellíðan? Já upp að vissu marki, D-vítamín er einn góður kandídat til að auka ánægju og heilbrigði, svo ég mæli með að allir hendist út í búð á þessum D-vítamín degi og stuðli að lífshamingjunni. Ekkert dramatískt en jú það er allavega byrjun í 2-5000 iu af D á dag. Ég mæli einnig með að þið spyrjið Sigga í Fákafeninu út í þetta, því hann veit allt um málið, þá meina ég allt!

dvitamin

  • 16. nóvember, 2016
  • 0
Anna Sóley
Anna Sóley
Um höfund

Anna Sóley er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún rak verslunina Ampersand og starfaði meðal annars sem stílisti. Anna hefur mikla ástríðu fyrir öllu skapandi, heilsutengdu og er DIY drottning Gló bloggsins.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Plastlaus september 2018
14. september, 2018
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Að draga úr vanlíðan eða efla vellíðan?
19. janúar, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016