Gló Höf. 

D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga


Nú þegar myrkrið eykst með hverjum deginum er mikilvægt að huga að því sem lætur okkur líða betur yfir veturinn. D-vítamín er eitt af mikilvægustu næringarefnunum sem líkaminn þarf til að starfa vel. Þar sem það er fituleysanlegt þá hegðar það sér meira eins og hormón og hefur því áhrif á margvíslegt í líkama okkar. D-vítamín er þekkt sem sólskins vítamínið þar sem líkaminn innbyrðir það meðal annars með því að taka inn sólarljós og breyta því í vítamínið. D- vítmínskortur hrjáir ótal marga og er rót margra kvilla. Þeir sem eiga í mestri hættu á að fá D-vítamínskort eru; fólk sem er mikið inni, fólk sem býr á norðurhveli jarðar, einstaklingar með dökka húð, þeir sem sóla sig sjaldan og eru alltaf með mikla sólarvörn og sólgleraugu, konur í tíðarhvörfum, eldra fólk, offeitt fólk og óléttar konur. D-vítamín skortur getur valdið því að ónæmiskerfið er veikt fyrir og þá fáum við auðveldlega kvef og flensur, eða getum fundið mikilli þreytu og leiða eins og skammdegisþunglyndi. Samkvæmt stórri rannsókn á D-vítamíni getur það minnkað líkurnar á krabbameini, sykursýki 2, alzheimer og öldrun af ýmsu tagi, semsagt afar mikilvægt að halda í lagi.

Skammtur: Hefðbundinn skammtur samkvæmt norskum stjórnvöldum er lágmark 10míkrógrömm á dag eða 600IU og hærra fyrir aldraða, en margir segja að 2000IU sé gott á veturna. Best er að fara í blóðprufu og mæla hvort að þar sé skortur og þá þarf skammturinn að vera í hærra lagi. Mjög gott og mikilvægt er að taka inn D-vítamín ástamt vítamín K2 sem passar upp á að D-vítamínið nýtist sem best og að þú fáir ekki of mikið af því. Mat sem finna má vítamínið er svo helst feitur fiskur, fiskiolía og egg.

Mikilvægt er að taka inn gæða D-vítamín sem líkaminn tekur vel upp. Hér eru þrjú vönduð D-vítamín sem fást í Gló Fákafeni:

FOOD GROWN – VÍTAMÍN D

wild_nutrition_vitamin_d_1

Wild Nutrition er æðislegt bætiefnamerki sem ræktar vítamín úr mat sem verður til þess að líkaminn tekur vítamínin betur upp. Bætiefnin frá þeim eru hrein, engin óæskileg efni né glútein er að finna í hylkjunum og inniheldur þessi tegund öll form D-vítamíns; d3, d2 og d1.

 

 

 

 

 

 

DROPA D – VÍTAMÍN FYRIR BÖRN

Screen Shot 2017-10-19 at 18.25.47
Þetta D-vítamín frá Viridan er sérstaklega búið til fyrir börn og er með góðu appelsínubragði og er í mildum sólblómaolíugrunni. Þetta er D3-vítamín er vegan og fengið úr sveppum sem innihalda þetta vítamín. Mjög auðvelt að blanda út í drykki eða vatn.

 

 

 

 

 

SUNSHINE MIST – D-VÍTAMÍN

d-vitaminsprey

Fyrir þá sem taka inn ótal bætiefni og vilja ekki bæta fleiri hylkjum við morgunvenjurnar eða þá sem gleyma alltaf að taka inn vítamín þá er þetta málið. Sólskinsspreyið frá Dr. Mercola er  handhægt, geymt inn í ísskáp og tekur enga stund að spreyja undir tunguna.

  • 19. október, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

GLÓARINN – LINDA BJÖRK
01. nóvember, 2019
GLÓARINN – KAREN ÓSK
29. október, 2019
Náttúruleg ráð gegn flensu
08. október, 2019
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017