Gló Höf. 

Djúsað á nýju ári


Slangrið „að djúsa“ hefur á síðustu árum fengið talsvert heilsusamlegri merkingu en áður og tengist nú í hugum margra grænum drykkjum og hreinsun líkamans. Eftir kræsingar jólanna finnst okkur hjá Gló gott að gefa meltingunni frí og byrja nýja árið með því að hreinsa kerfið. Að taka létta djúsföstu er tilvalin leið til að endurstilla sig fyrir árið framundan til þess að taka ekki sykurát og aðra óholla vana með inn í nýja árið. Svo eru alls kyns fleiri kostir eins og betri húð, nokkur kíló fá að fjúka og líkaminn fær meiri tíma til að gera við vandamál í líkamanum.

HVAÐ ER MIKILVÆGT?

– KALDPRESSAÐUR DJÚS

Mikilvægt er að djúsarnir sem þú drekkur séu kaldpressaðir ef þú gerir þá ekki sjálf/ur heima. Þessi aðferð, að kaldpressa drykki til að ná djúsnum úr grænmeti og ávöxtum, heldur næringarefnum og ensímum óhultum og heldur djúsnum ferskum eins og þegar það er nýbúið að pressa hann mun lengur, án allra aukaefna. Á Gló eru safarnir gerðir í sérstakri pressu til þess að búa til kaldpressaða djúsa, sem er svo næst settur á flöskur. Þetta er gert daglega og því færðu ferskan djús í djúspokunum frá Gló.

Því er gott að hafa í huga ef þú ætlar að taka djúsföstu að spyrja starfsfólk eða skoða umbúðir hvort að drykkurinn sé kaldpressaður og að það leynist ekki í honum auka sykur. Það er mikill munur á kaldpressuðum djús og venjulegum djús í fernu, það fyrra er mun betra fyrir djúsföstu.

glo_6pack

HVERNIG ER BEST AÐ UNDIRBÚA SIG?

Það er ekki gott að hoppa inn í djúsföstu án þess að taka aðeins til í mataræðinu fyrst. Því mælum við með daganna fyrir djúshreinsun/djúsdag að þú losir þig við koffín, sykur, mjólkurvörur og kjöt. Hér er góðar uppskriftir fyrir daganna á undan. Að djúsa í heilan dag eða viku er ekki fyrir alla, en þá er líka gott að djúsa hálfan daginn. Ef þú ert vafa spyrðu þá lækninn þinn ráða áður en þú byrjar. Undirbúðu einnig hvaða djúsa þú ætlar að drekka, pantaðu djúspoka frá Gló eða eigðu til grænmeti í eigin djúsa.

HVERNIG KEMSTU Í GEGNUM ÞETTA?

Gott er að byrja hverja hreinsun á glasi af volgu vatni með sítrónu (best að drekka með röri fyrir tennurnar). Í gegnum daginn á milli djúsa er gott að drekka jurtate, heitt vatn með sítrónu og engifer og mikið af vatni við stofuhita. Þá getur létt hreyfing verið gagnleg á meðan þú ert að losa þig við eiturefni úr líkamanum og einnig að taka inn virk kol eða Activated Charcoal sem hjálpa mikið til við hreinsun eiturefna úr líkamanum.

Það er einnig mjög gott að finna einhvern með þér í þetta og hafa stuðning. Þá er gott að passa sig á því að hafa nóg að gera, sérstaklega á matmálstímum, til þess að detta ekki í freistingar.

Hér er líka grein um 10 hluti til að gera daglega sem styðja við hreinsun

SMÁ SVINDL: Þó að þú eigir helst ekki að borða á meðan þú djúsar þá ef þú ert alveg að farast, að detta í freistingar eða gleymdir djúsnum heima, fáðu þér nokkra bita af gúrku eða sellerí með smá salti.

Farðu þér hægt, og góða skemmtun!

  • 4. janúar, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
Djúsdagur Huldu B Kraftlyftingakonu
13. febrúar, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
Náttúruleg fegurðarráð
05. febrúar, 2016
UPPSKRIFT: Klassískur grænn djús
09. janúar, 2016
„Gló Djúsers“
28. október, 2015
Vertu „Bulletproof“
31. ágúst, 2015