Sölvi Avó Höf. 

Djúsað frá morgni til kvölds


Í okkar daglega umhverfi eru fjöldinn allur af toxískum efnum sem berast með einum eða öðrum hætti inn í líkama okkar í gegnum húð, öndun og meltingarveg. Margur matur nú til dags er ræktaður og framleiddur með öðrum hætti en gert var hér áður fyrr og mikið um unna og næringarsnauða fæðu sem er oft líka full af sykri og aukaefnum. Húðvörur og hreinsiefni innan heimilisins eru einnig áreitisvaldar á líkamann en þessar vörur innihalda oft á tíðum mikið magn eiturefna sem trufla starfsemi líkamans. Ofát, streita, svefnleysi, lyfseðilsskyld lyf o.fl geta einnig haft truflandi áhrif á afeitrunarstarfssemi líkamans.

Afeitrun líkamans er náttúrulegt ferli sem á sér stað allan sólarhringinn í helstu hreinsunar líffærum þar sem líkaminn sorterar, flokkar, geymir eða eyðir flóknum efnum sem eru framleidd í líkamanum út frá efnaskiptum eða sem berast okkur í gegnum fæðu og umhverfi. En þetta gengur ekki alltaf eins og smurð vél hjá okkur og sumir eru hreinlega með lélega afeitrunarstarfssemi þar sem lífsstíll okkar nú til dags er oft ansi hraður og margir huga ekki nægilega vel að því sem þeir borða, borða jafnvel of mikið eða ekki rétt samsetta fæðu. Því getur verið gagnlegt að prófa að endurstilla líkamann með áhrifaríkri og einfaldri næringu, öflugum líkamsæfingum (jóga) og góðri slökun.

Hreinsun og djúsfasta

Hreinsun og djúsfasta er oft miðuð að því að útiloka áreitisvalda á ónæmiskerfið með því að taka út þær fæðutegundir sem geta framkallað óþol/ofnæmi eða bólgur og gefur líkamanum því færi á að endurnýja sig á skilvirkan og uppbyggjandi hátt. Jákvæð áhrif þess að hreinsa líkamann er gjarnan bættari melting, meiri skýrleiki og einbeiting, hreinni húð, aukin orka og almenn vellíðan í líkamanum. Hreinsanir eru margvíslegar, allt frá því að borða bara grænmeti og hreina fæðu vikum saman í það að djúsa í stuttan tíma. Það er allur gangur á hversu lengi fólk fer á djúsföstur en fyrir þá sem eru að prufa í fyrsta skipti myndi ég ráðleggja að taka bara einn dag.

Tillaga að slíkum djúsdegi

Byrja daginn á á 2 vatnsglösum með sítronu. Fá sér svo matskeið af eplaediki í vatnsglas með smá hunangi, muna að skola tennurnar eftir á. Þó að eplaedikið stuðli að basísku innra umhverfi virkar það súrt á tennurnar. Því næst er það græni djúsinn:

Grænn djús – Agúrka, spínat, sellerí, engifer, lime, steinselja

Eða bara fara hring í grænmetiskælinum og velja eitthvað grænt og vænt og djúsa það.

Svo er gott að gera 1-2 tegundir af djúsum í viðbót til að drekka fyrri part dags og 1-2 tegundir af þeytingum fyrir seinni partinn.

Rauðrófu djús – Rauðrófur, Epli/gulrót, Engifer

Berja þeytingur – möndlumjólk, hlynsýróp, hörfræolía, bláber/hindber

Það er um að gera að gera þetta einfalt og hafa góðan tíma til að slaka á, á djúsdegi. Þeytingarnir eru til að veita seddu og jafnvel er hægt að bæta við blandaðri súpu og samt njóta góðs af hreinsun og hvíld á meltingu. Svo ef þig langar að taka léttan djúsdag og nennir ekki að standa við blandarann eða djúsvélina allan daginn, þá geturu líka pantað frábæra kaldpressaða djúsa, og þeytinga “sixpack” fyrir daginn hér: https://www.glo.is/pantanir/djuspokar

Sölvi Avó 

  • 1. febrúar, 2017
  • 1
Sölvi Avó
Sölvi Avó
Um höfund

Sölvi Avo Pétursson útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann er einnig menntaður hláturjóga leiðbeinandi og er því eins skonar Næringarþerapisti með meistaragráðu í leikgleði. Avo skynjar mikilvægi þess að dreifa heilsuboðskapnum og hefur sótt fjölda námskeiða með helstu heilsufræðingum landsins og víðar. Hann trúir á mátt hráfæðis sem hann hefur unnið við að skapa í Noregi, Kaliforníu og nú á Gló í Fákafeni, þar sem hann sér um Tonic Barinn.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
Hvað er hláturjóga?
04. maí, 2017
Djúsdagur Huldu B Kraftlyftingakonu
13. febrúar, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
DIY – Namastei Sprei
05. desember, 2016
GLÓARINN: EVA DÖGG
30. nóvember, 2016
Jógaiðkun – heima í stofu
19. september, 2016