Hulda B. Waage Höf. 

Djúsdagur Huldu B Kraftlyftingakonu


Ég er ein af þeim sem hef ekki mikla trú á svona alls kyns „kúrum“. Mér hafði meira að segja verið bannað af þjálfaranum mínum að taka þátt í þessu rugli. Þar sem að hann var fjarverandi og ég í fríi frá æfingum eina helgi var tilvalið að prófa einn dag og djúsa.

Á föstudagskvöldi fékk ég skilaboð um að ég ætti pakka frá Gló. Á laugardagsmorgni gekk ég af stað frá brekkunni á Akureyri og út á flugvöll til þess að sækja fjársjóðinn minn. Ég vissi af djúspakkanum og fyrst að ég vissi að þetta væri eini dagurinn sem ég ætti möguleika á að prófa safaföstu ákvað ég að halda áfram stað á einu glasi af kókósvatni og engiferskoti. Já, fótgangandi þar sem ég á ekki bíl en tvo heilbrigða fætur.

Djúspakki Gló inniheldur sex flöskur fullar af næringarríkum og flottum drykkjum. Tveir grænmetissafar, turmeric safa, berjasmoothie, rauðrófusafa og einn grænan Smoothie. Pokinn er ætlaður til safaföstu, það þýðir að tekinn er einn dagur eða fleiri þar sem einstaklingur drekkur drykkina sex yfir daginn, drekkur vatn eða jafnvel te en ekki neitt annað. Auðvitað má hver og einn gera þetta eftir sínu höfði enda allir með sjálfstæðan vilja.

djus

Það var því um hádegisbil á laugardegi að ég drakk fyrsta drykkinn. Ég valdi grænan grænmetissafa sem fyrstu máltíð. Hann inniheldur sellerí og agúrku og því fyrir sælkera eins og mig gat ég ekki gefið þessari máltíð margar stjörnur. Ég drakk svo safana á um það bil tæplega 2 klst fresti yfir daginn. Hinir fimm drykkirnir þóttu mér mjög bragðgóðir. Ég varð hissa að ég varð ekki svöng, ég varð ekki hangry  (hungry/angry eins og ég á til), ég varð þó dáldið þreytt (ekkert kaffi) og fékk örlítinn hausverk (ekkert kaffi).

Vonbrigðin urðu þó þegar ég steig á vigtina daginn eftir. 10g. Líkamsþyngd mín minnkaði um þessa örlitlu einingu. Hvað átti þetta að þýða? Átti ég ekki að verða mjó? Komast í kjörþyngd svo ég gæti fengið að hanga með vinsælu krökkunum?

Ég borða almennt hollt og því kannski ekki mikið af bjúg sem ég ber svona daglega. Það er þyngdin sem losnar þegar fastað er á þennan hátt. En það sem ég gleymdi er að fasta er ekki endilega ætluð til megrunar. Að missa nokkur kg á safaföstu merkir að líkaminn heldur í auka forða af vatni af einhverri ástæðu.

Hver er þá ávinningurinn? Hver var ávinningurinn fyrir mig?

Ég er algjör magapési, manneskja sem er alltaf með illt í maganum. Hef prófað ýmislegt með misgóðum árangri. Morguninn eftir djúsföstuna vaknaði ég við létti. Pínu skýjalabbs tilfinningu. Mér var ekki illt í maganum og ég var ekki uppþembd. Ég fékk mér að borða og var góð í maganum.

Ávinningurinn var því jafnvægi á meltingunni og tilvalinn byrjunarreitur fyrir mig til þess að passa upp á magann. Ég fékk mér svo góðgerla í töfluformi, kombucha (mitt uppáhald) og virk kókoskol til þess að prófa mig áfram með. Mér hefur því liðið undursamlega í maganum síðan ég tók safaföstuna.

Fyrir utan bætta meltingu fannst mér góð æfing að taka heilan dag í að vera ekki stöðugt að troða einhverju í munninn á mér.  Ég held við séum þó nokkuð mörg sem þurfum að taka svoleiðis æfingu.

Niðurstaðan er því sú,  að þegar ég fæ tækifæri til mun ég klárlega taka annan dag í föstu. Ég kýs einn dag fyrir mig og get svo sannarlega mælt með því.

Takk fyrir unaðslega safa Gló, fyrir utan fyrsta græna… hann… hann var ekkert spes.


DJÚSPAKKI GLÓ ER Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI Í FEBRÚAR 2999 kr í stað 3999 kr.

SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA

glo11

 

Meira um Huldu:  https://www.facebook.com/GloIceland/videos/10153886984377233/

  • 13. febrúar, 2017
  • 0
Hulda B. Waage
Hulda B. Waage
Um höfund

Hulda B. Waage er mögnuð íþróttakona sem stundar kraftlyftingar og er einnig grænkeri og móðir. Hún hefur unnið marga Íslandsmeistara- og bikarmeistara titla og er hluti af Team Gló.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
Hið Magnaða Mansjúríute (Kombucha)
29. nóvember, 2016
Melting og bólgusjúkdómar: viðtal við Birnu Ásbjörnsdóttur
29. október, 2016
MELTINGARVEGURINN OG SJÁLFSÓNÆMISSJÚKDÓMAR
11. október, 2016
UPPSKRIFT: Klassískur grænn djús
09. janúar, 2016
Djúsað á nýju ári
04. janúar, 2016
„Gló Djúsers“
28. október, 2015