Gló Höf. 

Djúspakkar Gló – leiðbeiningar


Gló hefur um árabil boðið upp á djúspakka sem eru tilvalin leið til að hvíla meltinguna og endurræsa kerfið. Í þessum glóandi 6-pack færðu fjóra kaldpressaða safa og tvo þeytinga sem allir hafa einstaklega nærandi eiginleika.

PANTA HÉR

Gló dagurinn inniheldur sex flöskur: Grænn safi, rauðrófusafi, gulrótasafi, túrmeriksafi, berjasmoothie og grænn smoothie.  

 Gló dagurinn er tilbúinn til afhendingar kl. 10:30 alla virka daga og verður að panta með dagsfyrirvara á www.glo.is .

Ekki er hægt að sækja Gló daga um helgar en við mælum með því að sækja Gló daga á föstudögum ef djúsa á um helgi. Hver djús geymist í 5 daga í kæli frá framleiðslu. 

Á djúsdegi er gott að hafa nokkra hluti í huga:

  1. Gott er að byrja hreinsunardaginn á volgu vatni með sítrónu og svo grænum trefjalausum djús.
  2. Gott er að drekka berjasmoothie eða grænan smoothie ef mikil svengd gerir vart við sig og einnig um kvöldið fyrir svefninn. Reynslan sýnir að oft er auðveldara að sofna þegar kvöldverðurinn inniheldur smá fyllingu (trefjar).
  3. Við þorsta er gott að drekka te eða stofuheitt vatn. Ef kuldi gerir vart við sig er gott að fá sér heitan tebolla.
  4. Tillaga að röð: Grænn safi – túrmeriksafi – berjasmoothie – gulrótasafi – rauðrófusafi – grænn smoothie.
  5. Þeir sem stunda jóga eða hugleiðslu ættu endilega að nýta sér það á djúsdeginum. Sem dæmi væri sniðugt að byrja og enda daginn á hugleiðslu. Í það minnsta er ágætt að finna stund fyrir slökun einhverntíman yfir daginn, fara aðeins inn á við og hlúa að sér. Oft reynist vel að velja dag fyrir djúsföstu sem er í rólegri kantinum og laus við mikið stress og álag. En að sjálfsögðu finnur hver og einn sína persónulegu leið.
  • 26. september, 2019
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Náttúruleg ráð gegn flensu
08. október, 2019
Plastlaus september 2018
14. september, 2018
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Djúsdagur Huldu B Kraftlyftingakonu
13. febrúar, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
Jólamatur grænkera
16. desember, 2016
Hið Magnaða Mansjúríute (Kombucha)
29. nóvember, 2016