Avatar Höf. 

Eigðu þetta alltaf til í „smúðí“


EINU SINNI þýddi það að búa til sjeik einungis að blanda saman nokkrum berjum, mjólk og klaka. Það er liðin tíð. Nú blöndum við saman öllu því sem kemst ofan í Vitamixinn og búum til djúsa og smúðí/sjeika/þeytinga sem eru fullir af næringu og orku. Á Tonic barnum í Fákafeni er eytt miklum tíma í pælingar um bestu blöndurnar og ég hef fengið innblástur þaðan til að auka fjölbreytnina í morgunsjeikinn minn. Ég hef líka spurt Sölva Avó og fleiri sérfræðinga um heilsu hvaða matvöru sé best að eiga alltaf til í skápunum til að gera sem bestan smúðí. Og hér er listinn minn:


PRÓTEIN :: Ég er mikill aðdáandi hemp próteins sem er fullt af nauðsynlegum fitusýrum og er sett í PRÓTEINRÍKAN, uppáhalds drykkinn minn á Tonic barnum. Ég mæli einnig með súkkulaði próteinduftinu frá Organic Nature sem tjékkar í öll box!


CHIA :: Það er chia gelið, chia fræ blönduð í vatn sem er aðalmálið. Undirbúðu vikuna með því að setja slatta af chia fræjum í vatn og inn í ísskáp (2 matskeiðar af Chia á móti einum vatnsbolla). Þá áttu alltaf til gel við hendina til þess að bæta í þeytinginn.


REISHI :: Sveppi í sjeikinn? Ójá. Reishi sveppurinn hefur góð áhrif á ónæmiskerfið og kemur líkamanum í jafnvægi. Öflug fæða sem hefur lengi verið sögð auka líkurnar á langlífi. Ef þú sérð þig ekki í anda setja sveppaduft í morgunsjeikinn, smakkaðu þá Reishi Cappuchino á Tonic barnum og þér mun snúast hugur!


MACA :: Ertu nokkuð búin að gleyma maca? Maca duftið gefur þér samstundist orkuskot og því fullkomið að setja út í morgunsjeikinn fyrir ræktina eða til að vinna á móti síþreytu. Að auki á maca að geta aukið kynhvötina, það er nú ekki leiðinlegt.


LÁRPERA :: Ekki einungis inniheldur lárpera (avókadó) prótein og góðar fitur sem láta húðina glansa, þá bætir hún mjúkri áferð í þeytinga og lætur þá líta girnilega út.


KÓKOSOLÍA :: Lífræn kókosolía er annað frábært innihald og tilvalið að smella út í þeytinginn. Fiturnar hjálpa til við að binda saman innihöldin og næra þig vel og veita fyllingu. Hörfræolía bætir einnig góðri næringu við.


HRÁ KAKÓ :: Jafnvel þó að það sé súkkulaðibragð af próteinduftinu þínu, þá getur ekki sakað að bæta við enn meira. Taktu inn meiri steinefni með því að setja kakó út í og fáðu meiri orku í leiðinni. Mér finnst kakóduftið einnig hjálpa til við að minnka sykurþörf.


MÖNDUMJÓLK :: Það er fátt jafn gott og heimagerð möndlumjólk með „dash“ af steviu, kanil og vanilludufti. Möndlumjólk er frábær til að setja í þeytinga því hún er stútfull af næringu og bragðast vel.


GRÆNT :: Þetta er aðalatriðið. Mitt markmið er að reyna að innbyrða sem mest af grænu en líða eins og ég sé að fá mér ís. Lífrænt grænkál, spínat, og fleira grænt eyðileggur ekki bragðið ef þú blandar það rétt. Það græna tekur kannski meira pláss en kakóið í blandaranum en önnur brögð trompa kálið.


FROSIN BER :: Fersk ber á haustin sem þú týnir sjálf/ur eru einstakt góðgæti, en frosin ber eru það næst besta. Berin virka þá sem klaki, næring og bragðbætir.


FROSINN BANANI/ANANAS :: Bananar eru í flestum smúðíum af ástæðu. Þeir eru fullir af vítamínum og steinefnum og gefa skemmtilega áferð í sjeika. Þeir geta þó verið dálítið sykraðir og því eru ekki allir hrifnir af því að borða of mikið af þeim. Þá er frosinn ananas frábær staðgengill. Ananas hefur ótal kosti og er góður og næringarríkur bragðbætir.


TEBLÖNDUR :: Þetta er leynivopn Sölva á Tonic bar Gló í Fákafeni en uppistaðan í flestum drykkjum hans er teblanda; hvort sem það er piparmintute, berjate, dragon spring te eða detox te. Þannig laumar hann jurtum sem hafa marga kosti og lækningarmátt í drykkina og gerir þá algjörlega einstaka. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert alltof dugleg við þetta heima við og þess vegna  mæti ég reglulega á Happy hour í Fákafeni!


Og blandaðu nú!

  • 29. september, 2015
  • 1
Avatar
Dagný Berglind Gísladóttir
Um höfund

Dagný er ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar og vefstjóri Gló. Hún er með BA gráðu í ritlist og listfræði og MA í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er mikið náttúrubarn, lærður jógakennari, í merki vatnsberans með ástríðu fyrir listum og heilsu.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
MINNA STRESS – Hvað eru adaptogen?
06. mars, 2017
Melting og bólgusjúkdómar: viðtal við Birnu Ásbjörnsdóttur
29. október, 2016
Chia búðingur með hnetusmjöri og sultu
27. september, 2016
Vesanto – sérfræðingur í vegan næringu
13. september, 2016
Bulletproof Reishi Mocha
03. ágúst, 2016