Sölvi Avó Höf. 

Einfaldur bláberja smoothie


Bláber eru sannkölluð eðal fæða en þau eru full af C-vítamíni, K- vítamíni, trefjum og hafa einstaka andoxunar hæfileika. Bláber eru einnig sögð geta haft mjög góð áhrif á heilsuna og hafa verið rannsökuð sem forvörn með góðum árangri í tengslum við: háan blóðþrýsting, krabbamein, öldrun, kólestról og fleira (lestu meira um það HÉR) – Því datt mér í hug að láta ykkur fá uppskrift af drykk sem ég fæ ekki nóg af en þetta er einfaldur bláberja smoothie með hörfræolíu og hamppróteini til að gera þetta að næringarbombu!

INNIHALD:

  • 250ml möndlumjòlk,
  • 1 bolli frosin blàber,
  • 1 msk hörfræolia,
  • 1 msk hampprotein,
  • 1 tsk hunang,
  • dash islenskt salt..

AÐFERÐ:

Settu allt saman í blandara og voila!

Njóttu vel!
Sölvi Avó

  • 18. apríl, 2016
  • 0
Sölvi Avó
Sölvi Avó
Um höfund

Sölvi Avo Pétursson útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann er einnig menntaður hláturjóga leiðbeinandi og er því eins skonar Næringarþerapisti með meistaragráðu í leikgleði. Avo skynjar mikilvægi þess að dreifa heilsuboðskapnum og hefur sótt fjölda námskeiða með helstu heilsufræðingum landsins og víðar. Hann trúir á mátt hráfæðis sem hann hefur unnið við að skapa í Noregi, Kaliforníu og nú á Gló í Fákafeni, þar sem hann sér um Tonic Barinn.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hnetusteik – leiðbeiningar
19. desember, 2018
Plastlaus september 2018
14. september, 2018
Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017