Solla Eiríksdóttir Höf. 

Einföld bananakaka – Uppskrift


Sunnudagar eru svo yndislegir. Að nýta þá til afslöppunar, samverustunda með fjölskyldunni eða til að sinna áhugamálum gerir lífið betra. Þegar gesti ber óvænt að garði er frábært að grípa í þessa einföldu uppskrift til að hafa eitthvað gómsætt og glúteinlaust með kaffinu.

INNIHALD

¾ dl kaldpressuð kókosolía
¾ dl hlynsýróp eða hunang
1 tsk vanilla
¼ tsk himalayasalt eða sjávarsalt
1 ½ dl kakóduft
4 dl kókosmjöl
1 dl lucuma

Ofan á: 2-3 bananar, skornir í þunnar sneiðar og smá kakóduft eða kakónibbur til að strá yfir

AÐFERÐ

Setjið innihaldið í skál, hrærið saman og setjið í form. Setjið formið inní frysti í amk 15 mínútur. Raðið bananasneiðunum ofan á kökuna og stráið smá kakódufti eða kakónibbum yfir áður en þið berið hana fram.

ÉG MÆLI SVO HJARTANLEGA MEÐ MATREIÐSLUNÁMSKEIÐI MEÐ ANI PHYO Í NÆSTU VIKU – SKRÁNING HÉR

  • 14. ágúst, 2016
  • 0
Solla Eiríksdóttir
Solla Eiríksdóttir
Um höfund

Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er kölluð, er frumkvöðull á sviði hollustu og matargerðar. Hún stofnaði veitingastaðinn Grænan Kost ásamt Hjördísi Gísladóttur árið 1994 og rak hann í 10 ár. Einnig stofnaði hún lífrænu vörulínuna Himneskt ásamt Elíasi Guðmundssyni. Í byrjun árs 2010 tók hún ásamt Elíasi við veitingastaðnum Gló að Engjateig 17-19, en Gló er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hefur hráfæði á matseðlinum.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hnetusteik – leiðbeiningar
19. desember, 2018
Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017