Ásdís Ragna Grasalæknir Höf. 

Er kominn tími á hreinsun?


Í okkar daglega umhverfi erum við útsett fyrir fjölda toxískra efna sem berast með einhverjum hætti inn í líkama okkar í gegnum húð, öndun og meltingarveg. Matur nú til dags er ræktaður og framleiddur með öðrum hætti en gert var hér áður fyrr og mikið um unna og næringarsnauða fæðu sem er oft líka full af sykri og aukaefnum. Húðvörur og hreinsiefni innan heimilisins eru einnig áreitsvaldar á líkamann en þessar vörur innihalda oft á tíðum mikið magn eiturefna sem trufla starfssemi líkamans. Ofát, streita, svefnleysi, lyfseðilsskyld lyf o.fl geta einnig haft truflandi áhrif á afeitrunarstarfssemi líkamans. Afeitrun líkamans er náttúrulegt ferli og á sér stað allan sólarhringinn í helstu hreinsilíffærum þar sem líkaminn er að sortera, flokka, geyma eða eyða flóknum efnum sem eru framleidd í líkamanum út frá efnaskiptum eða sem berast okkur í gegnum fæðu og umhverfi.

En þetta gengur ekki alltaf eins og smurð vél hjá okkur og sumir eru hreinlega með slaka afeitrunarstarfssemi þar sem lífsstíll okkar nú til dags er oft ansi hraður og margir huga ekki nægilega vel að því sem þeir borða. Þeir borða jafnvel of mikið eða ekki rétt samsetta fæðu og því getur verið gagnlegt að prófa að endurstilla líkamann með góðri einfaldri hreinsun. Þessi hreinsun, sem ég mæli með, er án öfga og miðar að því að styðja við náttúrulega afeitrun og bataferli líkamans á hreinsandi og heilsusamlegu mataræði og jurtum. Hreinsunin útilokar áreiti á ónæmiskerfið með því að taka út tímabundið fæðutegundir sem geta framkallað óþol/ofnæmi eða bólgur og gefur líkamanum því færi á að endurnýja sig á skilvirkan hátt. Og þetta er hreinsun sem allir geta gert jafnvel þótt að það sé mikið að gera. 

Jákvæð áhrif þess að hreinsa líkamann er gjarnan betri melting, meiri skýrleiki og einbeiting, hreinni húð, aukin orka og almenn vellíðan í líkamanum. Maturinn er jú besta forvörnin og besta lyfið!

Ásdís heldur námskeið um þessa hreinsun þann 2. september á Gló í Fákafeni!

Skráning HÉR

 

  • 26. ágúst, 2015
  • 0
Ásdís Ragna Grasalæknir
Ásdís Ragna Grasalæknir
Um höfund

Ásdís útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London og hefur unnið á viðtalsstofu í nokkur ár og tekið á móti fjölda fólks í ráðgjöf. Hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið um allt land m.a. um áhrif og notkun lækningajurta, gerð jurtasmyrsla, breytingarskeiðið, grasalækningar og mataræði, jurtir fyrir börn, áhrif mataræðis og lækningajurta gegn gigtarsjúkdómum o.fl. Til hennar leitar fólk með ýmsa kvilla eins og t.d. meltingavandamál, mígreni, síþreytu, gigt, húðvandamál, kvefsýkingar, fæðuóþol, hormónaójafnvægi, svefnleysi, o.fl.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
5 ilmkjarnaolíur sem gott er að hafa við höndina
17. mars, 2017
MINNA STRESS – Hvað eru adaptogen?
06. mars, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017