Sölvi Avó Höf. 

„Gló Djúsers“


„Gló Djúsers“ er hópur sem varð til að fenginni reynslu um að það borgar sig að hafa stuðningsnet í hreinsun. Djúsfasta gengur oft betur í hópefli og getur stuðningurinn gert ferlið skemmtilegra og mun auðveldara. Október er ekki beinlínis mánuðurinn sem fólk hugsar með sér „já, nú ætla ég í hreinsun“, þá er oft þung orka í loftinu þar sem veturinn er að ganga í garð. Þess vegna einmitt, að mínu mati, tilvalinn tími til að djúsa!

Kjarni hópsins er skemmtilegur strákahópur sem fyrir ári síðan tók saman djúsföstu í viku og fannst það alveg frábær reynsla. Þessi hópur var fljótur að vinda uppá sig og tóku um 20 manns þátt í 5 daga djúsföstu í þetta sinn, bæði konur og karlar. Þetta var frábær hópur af áhugaverðum og björtum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að vilja bæta sig og heilsuna. Ég tjékkaði inn hjá nokkrum í hópnum í lok vikunnar og spurði þau hvernig þeim fannst þessi reynsla:


„Djúsfastan var mjög góð, hreinsaði líkamann og efldi viljastyrkinn. Kostirnir við að gera þetta í hóp eru stuðningur, aðhald og tengsl, hefði ekki endst i 5 daga án hópsins, hegði í mesta lagi tekið þrjá. Ég fann mun á mér þegar eg byrjaði aftur að borða- fannst eg þá orkuminni.“

– Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona


„Djúsvikan var mjög mild og fín. Ég hef gert þetta nokkrum sinnum áður og vissi því af nokkrum atriðum sem myndu virka fyrir mig. Það er mun auðveldara að gera þetta með öðrum og ef ég er á fullu í vinnu er gott að taka einn góðan bulletproof kaffi á morgnana og taka skeið af kókosolíu eða hunangi ef maður er alveg að farast. Mun betra að halda út lengri tíma á þennan máta en að vera alveg harður á eingöngu djúsum og gefast upp fyrr. Ég var töluvert léttari á mér bæði líkamlega og andlega þegar vikan var búin. Mæli hiklaust með þessu við hvern sem er.“

– Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður 


„Þetta var erfitt fyrsta daginn, þá var ég með hausverk og mjög orkulítil en svo fór ég að fá meiri orku með hverjum deginum og leið bara rosa vel á fjórða og fimmta degi. Losnaði loksins við magaverk sem ég var búin að vera með í 2 vikur og þetta hafði bara yfir höfuð mjög góða áhrif á mig bæði líkamlega og andlega. Kostirnir við að vera í hóp eru aðallega hvað það hvetur mann áfram, ég hefði líklegast gefist upp á fyrsta degi ef ég hefði ekki verið í hópnum, það er svo líka einfaldlega bara skemmtilegra, það er gaman að fylgjast með hvernig öðrum gengur og það hvetur mann líka ennþá meira áfram.“

– Júlíana Björt Ívarsdóttir, Jógakennari World Class


„Ég finn alltaf mun á mér þegar ég djúsa sem ég geri reyndar mjög oft og ein eða með Ljómandi, og núna með ykkur, sem mér fannst mjög skemmtilegt þó að ég hafi ekki verið virkur þátttakandi í öllum hittingum, en svettið gerði það fyrir mig í þetta skiptið!“

– Þorbjörg Hafsteinsdóttir, Næringarþerapisti


„Ég djúsaði mánudaginn en var svo á léttu grænmetisfæði út vikuna, súpur og svoleiðis, en ég fann að það veitti mér ákveðið aðhald að vera partur af hóp sem var að djúsa/hreinsa og það var góð tilfinning, þetta var góð vika. Kosturinn var að finna sterkt að það voru fleiri þarna úti að gera það sama, stuðningur og samkennd. Ég tók 5 daga djús og smúþí föstu í lok sept og fann mun á mér, ég fann að ég var ekki tilbúin í aðra þannig föstu strax svo ég hlustaði á líkama minn og í staðin er ég að taka Söru leiðina…. borða en skera niður í sumu sem truflar mig eins og t.d koffín, smá sæta, súkkulaði og … aðallega óreglulegt mataræði og nart…“

– Elísabet Anna Finnbogadóttir


 

  • 28. október, 2015
  • 0
Sölvi Avó
Sölvi Avó
Um höfund

Sölvi Avo Pétursson útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann er einnig menntaður hláturjóga leiðbeinandi og er því eins skonar Næringarþerapisti með meistaragráðu í leikgleði. Avo skynjar mikilvægi þess að dreifa heilsuboðskapnum og hefur sótt fjölda námskeiða með helstu heilsufræðingum landsins og víðar. Hann trúir á mátt hráfæðis sem hann hefur unnið við að skapa í Noregi, Kaliforníu og nú á Gló í Fákafeni, þar sem hann sér um Tonic Barinn.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
Djúsdagur Huldu B Kraftlyftingakonu
13. febrúar, 2017
DIY – Detox bað
08. febrúar, 2017
Djúsað frá morgni til kvölds
01. febrúar, 2017
Náttúruleg fegurðarráð
05. febrúar, 2016