Avatar Höf. 

Góð ráð fyrir hátíðarát


Glúteinlausir, sykurlausir, veganar og mjólkurlausir fá margir hverjir hnút í magann þegar hátíðarnar nálgast. Ótal jólaboð þar sem skyldmenni ota að þér því sem þú ert að reyna að forðast, gestgjafar halda að grænmetisæta sé það sama og að vera „vegan“ og systkyni gera grín af tilraunum þínum og spyrja hvort að það sé ekki ábyggilega glútein í þessu; og benda á vatnsglas.

12295402_10207100574165908_116481993318145956_n

Það er kannski ekki hægt að standa sig 100% yfir hátíðarnar þegar persónulegt siðferði er ekki í húfi. Aftur á móti verða þeir sem eru vegan, grænmetisætur og með alvarlegri fæðuóþol að undirbúa hátíðirnar vel og vera fyrirmynd fyrir hina sem gætu viljað slást í hópinn seinna meir!

En fyrir ykkur sem eru þarna mitt á milli, grænmetisætur eða paleo og viljið helst vera mjólkur-, glútein- og sykurlaus en finnið freistingarnar nálgast, er óþarfi að óttast. Þið þurfið hvorki að stinga ykkur gjörsamlega í djúpu laugina og sjá næst í spínatblað í janúar né vera óskeikul. Það er hægt að leyfa sér smá og vinna það upp með öðru, eða það segi ég sjálfri mér að minnsta kosti. Ég tók því saman nokkur góð ráð til að halda jafnvægi yfir hátíðirnar, sem gera það örlítið „skárra“ að svindla.

10 ráð fyrir hátíðarát

1. Lífrænt eplaedik: Eplaedik er frábært að fá sér á hverjum morgni. Það er sérstaklega gott fyrir líkamann eftir áfengisnotkun eða mikið át. Það gerir líkamann basískari og hjálpar blóðsykrinum að halda jafnvægi og orkustiginu líka. Einnig hefur eplaedik sýnt sig hjálpa meltingunni og ekki veitir af!


2. Handfylli af grænu fyrir máltíð: Að borða lítinn disk af grænu fyrir hverja máltíð hjálpar þér að bæta við trefjum og ensímum í matarræðið. Það mun einnig verða til þess að þú verður fyrr södd/saddur. Settu smá sítrónusafa, ólífuolíu og hampfræ út á salatið til að gera það girnilegra.


3. Sýrt grænmeti með matnum: Sýrt grænmeti hjálpar meltingunni og getur verið sérstaklega gagnlegt þegar borðað er mikið af próteini eða þungum mat. Settu súrkál eða kimchi út á matinn og haltu flórunni heilbrigðri.


4. Þeytingurinn næringarríkur: Ef það kæmi fyrir að þú fengir þér einn og einn smúðí á milli kræsinganna þá er um að gera að búa til næringarbombu. Notaðu helst mikið af grænu og bættu við berjum. Loks er gott að setja í blandarann holla fitu eins og lárperu eða kókosolíu og bæta svo við næringuna með hörfræjum.


5. Snarlað á hnetum og fræjum: Það er óþarfi að sykur verði aðal „fæðuflokkurinn“ allan desembermánuð og því ráð að hafa skál á borðinu með möndlum, fræjum, kókosflögum og hnetum.


6. Nóg að vatni: Á milli jólablöndunnar og gómsætra kakó- og kaffidrykkja getur gleymst að drekka nóg að vatni. Settu þér markmið að drekka eitt stórt glas á morgnanna og eitt á kvöldin. Svo er einnig gott að fá sér eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð.


7. Kvöldmaturinn snemma: Að borða seint á kvöldin er erfitt fyrir líkamann. Ef þú færð engu ráðið og þarft að mæta í matarboð seint að kvöldi reyndu að borða meira af grænmeti en öðru á boðstólnum.


8. Tyggðu vel: Þetta mun hjálpa þér mikið! Ef þú hægir á þér á meðan þú borðar muntu borða minna og melta betur.


9. Hreyfing: Þó að þú haldir ekki hefðbundinni æfingaráætlun uppi um hátíðirnar er hægt að eyða tíu mínútum í teygjur og djúpöndun á morgnanna. Svo er hægt að troða inn 30 mínútna æfingu þegar tími gefst.


10. Komdu blóðflæðinu af stað: Þegar þú ferð í sturtu, vertu í fimm mínútur undir heitu vatni og svo í eina mínútu undir köldu.


 

  • 28. nóvember, 2015
  • 0
Avatar
Dagný Berglind Gísladóttir
Um höfund

Dagný er ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar og vefstjóri Gló. Hún er með BA gráðu í ritlist og listfræði og MA í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er mikið náttúrubarn, lærður jógakennari, í merki vatnsberans með ástríðu fyrir listum og heilsu.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Undirbúningur fyrir maraþon
05. ágúst, 2019
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilbrigður skammtur af sjálfselsku
12. maí, 2017
Jólamatur grænkera
16. desember, 2016
Melting og bólgusjúkdómar: viðtal við Birnu Ásbjörnsdóttur
29. október, 2016
Vesanto – sérfræðingur í vegan næringu
13. september, 2016