Sara Kristín Rúnarsdóttir Höf. 

Gómsætar Kúrbítsnúðlur


Gullfallegar lengjur af litríku grænmeti gleðja okkur á Gló þessa daganna. Fátt er tilvaldari leið til þess að innbyrða meira af grænmeti en að skipta út spagettí eða pasta fyrir spírala af gulrætum, sætum kartföflum kúrbít, brokkólí eða graskeri. 

noodles

Því urðum við himinlifandi þegar við fundum merkið THE PICK sem býður upp á ferskar lengjur af grænmeti og það eina sem þú þarft að gera er að bæta við meðlæti og ljúffengri sósu! Tekur í mesta lagi fimm mínútur að laga til. En þessi uppskrift af kúrbítsnúðlum hefur lengi vel verið í uppáhaldi hjá mér og sýndi ég hana í beinni á Gló snappinu fyrir stuttu. @gloiceland

Hér er uppskriftin:

Kúrbítsnúðlur fyrir 4

1,5 stk spíralaður kúrbítur (eða tilbúnar grænmetisnúðlur frá PICK)

2 gulrætur

1/2 paprika

1/2 sæt kartafla

100 gr blómkál

100 gr brokkolí

1 krukka kjúklingabaunir

Kasjúhnetur eftir smekk

1,5-2 krukkur pestó frá Sollu

Aðferð:

– Byrja á að búa til núðlur úr kúrbítnum, legg á pappír og þerra eða nota tilbúnar.

– Skola kjúklingabaunirnar, legg á pappír og þerra. Rista þær svo á þurri pönnu þar til stökkar, krydda með salti & pipar.

– Sker niður grænmetið og steiki upp úr kókosolíu, þar til allt er orðið mjúkt. Því næst bæti ég núðlunum ásamt pestóinu saman við og blanda þessu öllu saman.

– Toppa með þurrristuðum kjúklingabaunum & kasjúhnetum. Einnig finnst mér gott að strá næringageri/parmesan og kirstuberjatómötum, en það er smekksatriði.

Njótið vel!

Sara Kristín

 

  • 20. maí, 2017
  • 0
Sara Kristín Rúnarsdóttir
Sara Kristín Rúnarsdóttir
Um höfund

Sara Kristín heiti ég, 24 ára markaðsfulltrúi hjá Gló. Það sem lýsir mér þó best er að vera hundamamma með brennandi áhuga á öllu því sem tengist heilsu og heilbrigði, hvort sem það tengt mataræði eða hreyfingu. Ég nýt mín best í eldhúsinu að prufa mig áfram með nýjar uppskriftir, en það sem skiptir mig mestu máli er að hráefnin séu lífræn og án allra aukaefna. SNAPP: maturogmedvi

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hnetusteik – leiðbeiningar
19. desember, 2018
FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017