Avatar Höf. 

Gullin mjólk – töfrar túrmeriks


Túrmerik hefur aldeilis fengið góða kynningu að undanförnu enda ótrúleg rót sem hefur marga jákvæða og heilandi eiginleika. Hún er sögð geta spornað við ýmsum sjúkdómum, vera bólgueyðandi og hreinsandi. Ég nota túrmerik í ýmsum útgáfum, en oftast í kryddformi og nota það þá í heita grænmetisrétti. Undanfarið hef ég fundið fyrir verkjum í liðum (vegna kuldans, ekki aldurs vona ég) og hef því tekið upp á því að fá mér daglega drykk sem indversku lífsvísindin Ayurveda mæla með. Drykkurinn kallast Gullin mjólk og er vermandi og bragðgóður. Og svei mér þá, ég finn hann virka!

SKREF 1 – Túrmerik paste

Ég byrja á því að búa til þykka túmerik blöndu með vatni og svörtum pipar, en svartur pipar eykur upptöku líkamans á túrmerki talsvert. Þessa blöndu geymi ég svo í krukku inn í ísskáp og nota smávegis af henni þegar ég bý mér til gullna mjólk:

  • 1/4 bolli túrmerik í duft formi
  • 1/2 teskeið svartur pipar
  • 1/2 bolli vatn

AÐFERÐ:

Blandaðu vatni, túrmeriki og svörtum pipar í lítinn pott og hrærðu vel saman. Stilltu á meðalháan hita og hrærðu stanslaust þar til mixtúran er orðin þykk. Þetta tekur örstutta stund, svo að ekki fara frá pottinum á meðan. Leyfðu svo blöndunni að kólna í krukku og geymdu með loki í ísskáp.

DSCF7498

SKREF 2 – Gullin mjólk

INNIHALD: 

  • 1 bolli sykurlaus eða heimagerð möndlumjólk (hamp mjólk eða kókosmjólk eru einnig góðir kostir)
  • 1 teskeið lífræn kókosolía
  • 1/4 teskeið eða meira af túrmerik blöndunni
  • Lífrænt hunang eftir smekk eða hlyn- eða kókospálmasíróp

AÐFERÐ:

Settu allt nema hunangið saman í lítinn pott. Stilltu helluna á meðalháan hita. Hrærðu stöðugt í á meðan þú hitar upp blönduna en ekki leyfa drykknum að sjóða. Þetta á bara að taka nokkrar mínútur eða þar til blandan er vel volg og olían hefur leysts upp. Í lokin getur þú sett hunang eftir smekk, ef þú vilt. Mér finnst hálf teskeið meira en nóg.

Hér er svo myndband með fleiri útgáfum af mjólkinni og gagnlegum fróðleik um gagnsemi hennar:

Verði þér að góðu!

DagnýLjósmyndir: Dagný B. Gísladóttir

  • 29. febrúar, 2016
  • 0
Avatar
Dagný Berglind Gísladóttir
Um höfund

Dagný er ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar og vefstjóri Gló. Hún er með BA gráðu í ritlist og listfræði og MA í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er mikið náttúrubarn, lærður jógakennari, í merki vatnsberans með ástríðu fyrir listum og heilsu.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Brauð & co. opnað í Fákafeni!
23. júní, 2017
Vegan Súkkulaðibitakökur – UPPSKRIFT
21. desember, 2016
Vegan Pumpkin Latte – UPPSKRIFT
30. október, 2016
Gleðilegan hummus dag!
13. maí, 2016
Náttúrulegi sjúkrakassinn
10. maí, 2016
Ómissandi kasjúsósa
27. apríl, 2016