Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
Nú er farið að glytta í einstaka túnfífilshnappa víða í görðum og fleiri jurtir að líta dagsins ljós með hækkandi sól. Það er nefnilega svo að flestar jurtir sem við teljum illgresi eru í raun mikilvægar lækningajurtir sem við getum tínt sjálf og nýtt okkur til heilsubótar. Sem dæmi þá eru túnfífill, rabbabararót, arfi og njóli allt jurtir sem hafa verið notaðar frá örófi alda sem lækningajurtir.
ÍSLENSKAR LÆKNINGAJURTIR: NÁMSKEIÐ
Túnfífillinn er í sérstaku uppáhaldi hjá mér en ég nota hann mikið bæði blöð og rætur þegar ég set saman jurtablöndur í meðferðarskyni. Túnfífillinn er ákaflega næringarrík jurt og inniheldur ríkulegt magn af A vítamíni, mikið magn járns og kalks, B1, B2, B5, B6, B12, C vítamín, sínk, kalíum, magnesíum og biotíni. Túnfífillinn er talin hafa jákvæð áhrif á starfssemi meltingar og þá sérstaklega lifur og gallblöðru, ásamt því að vera vökvalosandi. Við ættum nefnilega að gefa meiri gaum að því sem vex í kringum okkur í náttúrunni og nýta það sem náttúran gefur af sér og læra að nota lækningajurtir okkur til heilsubótar og sem hluta af daglegum matarvenjum. Enda hefur ein og sama jurtin fjölþætt heilsueflandi áhrif á líkamann og góð jurt er gulli betri sagði einhver!
Villt túnfífilspestó
-
1 stór hnefi túnfífilsblöð
-
1 hnefi fersk basilika
-
½-1 bolli valhnetur
-
1 bolli furuhnetur
-
3 msk límónu eða sítrónusafi
-
1-3 stór hvítlauksrif
-
1 tsk sjávarsalt
-
1 msk rifinn parmesan ostur
-
200 ml lífræn ólífuolía
Hægt að blanda saman túnfífli og klettasalati ef vill. Allt sett í matvinnsluvél og hvítlaukur saxaður áður. Blanda þar til mjúkt og bæta olíu ef þörf. Geyma í glerkrukku og kæli og best að hella smá olíu efst í krukkuna áður en lok sett á til þess að auka líftíma. Getið notað kasjúhnetur ef viljið og vegan parmesan ost eða 1/2-1 msk næringarger til að fá ostabragðið. Skora á ykkur að prófa!
Næstkomandi þriðjudag, þann 6.júní, mun ég leiða ykkur inn í töfrandi heim íslenskra lækningajurta og kenna ykkur allt það helsta til að koma ykkur af stað í að tína og nota lækningajurtir.
Skráning á námskeiðið á asdis@grasalaeknir.is eða í síma 899-8069
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Annað námskeið framundan þann 13.júní um smyrsl/kremagerð úr jurtum. Fylgist með á snapchat: asdisgrasa og instagram.: @asdisgrasa
- 31. maí, 2017
- 0