Solla Eiríksdóttir Höf. 

Heimagerð hnetujógúrt og múslí


Í tilefni af útgáfu matreiðslubókar okkar mæðgna, Himneskt að njóta, langar okkur deila með þér UPPÁHALDS morgunmatnum okkar. <3

parfait5

Heimagerð hnetujógúrt

3 dl brasilíumjólk (1 dl brasilíuhnetur + 2 dl vatn í blandara og mjólkað gegnum spírupoka)
1 tsk chiafræ, möluð í krydd/kaffikvörn
1 tsk probiotic duft
1 ½ msk sítrónusafi nokkur korn af sjávarsalti
2 ½ dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst eða yfir nótt

Um kvöldmatarleytið: útbúið brasilíuhnetumjólk og blandið síðan möluðum chiafræjum, probiotic dufti og sítrónusafa saman við. (má setja í blandara). Setjið í tandurhreina krukku og hyljið opið með hreinu taustykki (t.d. viskastykki) og festið með teygju. Geymið á hlýjum stað í ½ sólarhring. Um morguninn finnið þið jógúr ilminn stíga upp úr krukkunni. Setjið sýrðu brasilíuhnetumjólkina í blandara með útbleyttu kasjúhnetunum (hentið útbleytivatninu) og blandið þar til silkimjúkt. Jógúrtin er tilbúin og geymist í kæli í nokkra daga í loftþéttu íláti. Þessi jógúrt er best með góðu granóla og berjum eða niðurskornum ávöxtum.

glas1

Heimagert múslí

-glútenlaust

5 dl glútenlausar hafraflögur
2 ½ dl ristaðar kókosflögur
2 dl mórber
1 dl graskerjafræ
1 dl hampfræ
1 dl gojiber

Blandið saman í krukku.

Njótið

Hildur & Solla

  • 23. nóvember, 2015
  • 0
Solla Eiríksdóttir
Solla Eiríksdóttir
Um höfund

Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er kölluð, er frumkvöðull á sviði hollustu og matargerðar. Hún stofnaði veitingastaðinn Grænan Kost ásamt Hjördísi Gísladóttur árið 1994 og rak hann í 10 ár. Einnig stofnaði hún lífrænu vörulínuna Himneskt ásamt Elíasi Guðmundssyni. Í byrjun árs 2010 tók hún ásamt Elíasi við veitingastaðnum Gló að Engjateig 17-19, en Gló er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hefur hráfæði á matseðlinum.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Vegan matarplan
24. febrúar, 2017