Sölvi Avó Höf. 

Hið Magnaða Mansjúríute (Kombucha)


Ég hef verið að búa til Kombucha te af og á frá árinu 2010 og ekki af ástæðulausu. Kombucha er í stuttu máli sveppate en það verður til við gerjun af bakteríum og gerlum í veru sem líkist helst hrárri flatböku. Þessi vera sem kallast Scoby, fjölgar sér ört og henni má alls ekki fleygja, heldur eru börnin hennar gefin á önnur heimili svo að fleiri geti búið sér til þennan töfradrykk. Teið eða “gosdrykkurinn” er kallað á íslensku Mansjúríute, og kemur af Mansjúríusveppi en oftast er þetta kallað Kombucha. Drykkurinn inniheldur mikið af góðgerlum fyrir meltinguna, sýrum og ensímum. Heilsuávinningurinn er bætt orka og líðan, betri melting og þarmaflóra, sem gefur heilbrigðara útlit, og fyrir þá sem að elska gosdrykki, þá er þetta holla leiðin.

kombucha

Þetta er sveppurinn sem Gunnar Eyjólfsson leikari, heitinn, hafði miklar mætur á, og í kjölfarið varð hann mjög vinsæll hér á landi fyrir 20 árum síðan og margir fóru að rækta sitt eigið. Ferlið minnir dálítið á súrdeigsbrauðgerð því „móðurina“ þarf að passa upp á og ákveðin gerjun á sér stað í ferlinu. Kombucha er semsagt gerjað te sem er búin til með því að nýta sveppinn sem heitir Scoby, kæla grænt, oolong eða svart te og sykur (hrásykur). Allt þetta verður að blanda, hella í glerílát og loka með þéttum klút í eina til tvær vikur, en eftir það verður gerjunin sem vekur alla heilbrigða bakteríurnar.

Við Hinrik á Tonic barnum í Gló Fákafeni erum að rækta Kombucha og selja glas á litlar 500 kr, tilvalið að taka heilsu stoppið hjá okkur á morgnanna. Svo er verslunin okkar í Fákafeni með frábæra Kombucha drykki á flöskum frá GT´s, fjórar bragðtegundir hverri annarri betri. Fyrir Hr. Dave, stofnanda, GT´s, er tilgangurinn einfaldur. Þarna er drykkur sem táknar allt sem heilsudrykkur er: hrár, óbreyttur eins og af náttúrunnar hendi.

Kombucha

Heimildir

http://synergydrinks.com/index.php
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2727978
http://users.bestweb.net/~om/kombucha_balance/
http://thesoftlanding.com/they-call-me-the-scoby-whisperer/?utm_source=Safe+Living+Guide

 

  • 29. nóvember, 2016
  • 0
Sölvi Avó
Sölvi Avó
Um höfund

Sölvi Avo Pétursson útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann er einnig menntaður hláturjóga leiðbeinandi og er því eins skonar Næringarþerapisti með meistaragráðu í leikgleði. Avo skynjar mikilvægi þess að dreifa heilsuboðskapnum og hefur sótt fjölda námskeiða með helstu heilsufræðingum landsins og víðar. Hann trúir á mátt hráfæðis sem hann hefur unnið við að skapa í Noregi, Kaliforníu og nú á Gló í Fákafeni, þar sem hann sér um Tonic Barinn.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Plastlaus september 2018
14. september, 2018
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Djúsdagur Huldu B Kraftlyftingakonu
13. febrúar, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016