HVAÐ ER:: Chlorella
Nýr fastur liður á Glókorn HVAÐ ER::, fræðir lesendur um nýjungar, bætiefni og vítamín til að greiða leiðina í hinum sívaxandi bætiefnafrumskógi.
KLÓRELLA
Við ákváðum að taka fyrst fyrir bætiefnið Chorellu sem kalla má frænku Spírulínu. Klórella er blágræn „súperfæða“ af þaraætt sem vex í ferskvatni, meðal annars í Tævan og Japan. Hún inniheldur 9 amínósýrur nauðsynlegar líkamanum, chlorophyll, járn, magnesíum og B-vítamín, svo eitthvað sé nefnt. Klórella hefur sýnt að hún getur stutt við jafnvægi í hórmónavirkni líkamans, hjálpað líkamanum að takast á við fylgikvilla geisla- og lyfjameðferðar, haft lækkandi áhrif á blóðþrýsting, yngjandi áhrif á húðina sem og hjálpað líkamanum að hreinsa og losa sig við þungmálma. Næringarefnin sem og hreinsandi áhrif klórellu gerir það að verkum að hún er góð forvörn gegn síþreytu. Það mikilvægasta til að líkaminn taki upp góðu áhrif og næringu klórellu er að hún sé meðhöndluð á réttan hátt og því best að kaupa lífræna klórellu sem er merkt „broken cell wall“ sem gefur til kynna að þetta sé klórella sem líkaminn getur tekið upp.
NÆRINGARGILDI KLÓRELLU
Þrjár teskeiðar af klórellu inniheldur mikla og fjölbreytta næringu:
- Prótein—16g
- A Vítamín—287% RDA
- B2 Vítamín—71% RDA
- B3 Vítamín—33% RDA
- Járn—202% RDA
- Magnesíum—22% RDA
- Zinc—133% RDA
Chlorella töflurnar frá KIKI HEALTH eru lífrænar og án viðbættra efna. Fást í GLÓ FÁKAFENI
- 23. október, 2017
- 0