Gló Höf. 

Jólagjafahugmyndir fyrir sælkerann


Þó að Gló sé vissulega heilsusamlegur heimur þá þýðir það ekki að við kunnum ekki að njóta. Solla gerir auðvitað bestu kökur í heimi, úrvalið af góðu súkkulaði í Fákafeni er frábært og þetta tvennt gerir sælkera eins og mig alveg afskaplega ánægða. Hér eru fleiri jólagjafahugmyndir, núna sérstaklega valið fyrir sælkerann; en mín skilgreining á sælkera er; sá eða sú sem kann að meta vandaða matvöru og eldamennsku, gott kaffi eða te og dökkt súkkulaði. Mmmmm! Það má því segja að þetta sé óskalistinn minn, blikk blikk:

1 . Bulletproof kaffið og allt sem því fylgir gerir ekki einungis gott kaffi, heldur líka einstaklega áhrifaríkt og gott fyrir heilann. Ég mæli með kaffinu frá bulletproof og MCT olíunni sem er „leynivopn“ bulletproof kaffisins.

2. Sacred Chocolate er í alvörunni heilagt, eða næstum því. Þetta er súkkulaði án mjólkurvara og glúteins en alveg svakalega gott. Nei ég er ekki að grínast, SVAKALEGA.

3. Himneskt að njóta. Þessi matreiðslubók er svo vönduð og falleg. Hún inniheldur fróðleik og uppskriftir eftir fróðustu konur landsins þegar kemur að heilnæmum mat og næringu, Sollu og Hildi.

4. Lovechock súkkulaðið er vissulega vegan, glúteinlaust og raw en líka alveg svakalega gott! Það er til í mörgum bragðtegundum og er æðislegt í alla staði. Ekkert samviskubit, bara gleði.

5. Góðar olíur gera salatið svo miklu betra, og svo eru þær líka góðar fyrir mann og meltinguna. Það er til úrval af lífrænum og bragðgóðum olíum í Fákafeni.

6. Pukka, After Dinner. Er bætiefni fyrir þá sem vilja borða vel og mikið. Eins og ég. After dinner inniheldur jurtir sem hjálpa meltingunni að vinna á jólamatnum.

7. Svarta bönör er í miklu uppáhaldi, besta pastað í bænum, búið til úr svörtum baunum og þarf ekkert nema smá salt og góða olíu til að bragðast dásamlega. Ég er húkkt!


Allar vörurnar fást í verslun GLÓ í Fákafeni!

 

  • 15. desember, 2015
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017