Avatar Höf. 

Fjögur forn heilsuráð úr austri


Ég heyrði eitt sinn að á öldum áður í Kína hefði það verið lækninum að kenna ef þú yrðir veikur. Markmið kínverska læknisins á þeim tíma var að halda þorpinu sínu hraustu og að þorpsbúar lifðu sem lengst. Þegar forna kínverska alþýðulæknisfræðin er skoðuð sést fljótlega hversu mikil áhersla er lögð á forvörn sjúkdóma. Þetta er áhugaverð nálgun á lækningar og eitthvað sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar, að vera okkar eigin læknar upp að því marki að við gerum það sem við getum til að sporna við sjúkdómum. Vegna brennandi áhuga á hvað býr í þessum fræðum gróf ég upp nokkur einföld gömul en góð ráð úr þessum óhefðbundnu lækningum fyrir heilsuna:

1. FÓTANUDD – Fæturnir eru taldir vera afar mikilvægir heilsunni í kínverskum lækningum. Þeir segja að í fótunum séu margir punktar sem tengjast hinum ýmsu líffærum og ástand þeirra geti gefið ýmisslegt til kynna um heilsuna. Settu fæturnar í heitt vatn og nuddaðu svo iljarnar vel, sérstaklega þennan punkt sýndur á myndinni. Þetta gæti hjálpað gegn höfuðverkjum, krömpum, svefnleysi, hjartasjúkdómum og fleira.

FOREIGN201509060900000498469725608

2. KYNGDU MUNNVATNI– Kínverskar lækningar hafa lengi lýst yfir mikilvægi munnvatns fyrir líkamsstarfsemina. Fræðin  mæla með því að þú kyngir því oft á dag til að hjálpa meltingu og vernda þig gegn vírusum. Nútíma rannsóknir hafa svo einnig staðfest að munnvatn hjálpi meltingunni talsvert, svo að best er að tyggja mat mjög vel.

3. TEYGÐU ÞIG – Einfaldar teygjur auka blóðflæði sem er eitt það besta sem þú getur gert fyrir heilsuna. Stattu upp oft á dag, teygðu hendur upp í loft, geispaðu, teygðu varlega á hálsinum, hreyfðu mjaðmirnar og andaðu djúpt.

4. BORÐAÐU Í HÓFI – Kínverskar lækningar mæla með ýmsum ráðum í tengslum við mataræði. Það sem mér matargatinu fannst erfiðast að heyra en er lagt mikil áhersla á, er að verða ekki meira 70 prósent saddur í hvert sinn sem borðað er. Of mikill matur er talinn leggja óþarfa álag á líkamann og meltinguna. Einnig mæla þeir með því að þeir sem eru kulsæknir borði heitan mat og öfugt.

Hefðbundnar kínverskar lækningar hafa einnig notað ýmsar plöntur og sveppi til þess að styrkja ónæmiskerfið og koma hormónum í jafvægi. Þær sem eru í uppáhaldi hjá okkur á Gló um þessar mundir eru sveppirnir Reishi og Chaga, en á Tonic barnum á Gló í Fákafeni er hægt að fá drykki með þessum mögnuðu sveppum eða kaupa þá í duftformi til að bæta út í þeytinga heimavið.

  • 16. mars, 2016
  • 0
Avatar
Dagný Berglind Gísladóttir
Um höfund

Dagný er ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar og vefstjóri Gló. Hún er með BA gráðu í ritlist og listfræði og MA í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er mikið náttúrubarn, lærður jógakennari, í merki vatnsberans með ástríðu fyrir listum og heilsu.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
MINNA STRESS – Hvað eru adaptogen?
06. mars, 2017
Náttúrulegi sjúkrakassinn
10. maí, 2016
GLÓARINN – Sölvi „Avó“
08. desember, 2015
Er kominn tími á hreinsun?
26. ágúst, 2015