Gló Höf. 

KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT


Lífræna merkið Himneskt er komin með glænýja og fagra heimasíðu sem er troðfull af góðum uppskriftum frá henni Sollu okkar. Við stóðumst ekki mátið og fengum lánað frá þeim uppskrift af kókoskúlum, sem er eins einföld og uppskriftir gerast. Þessar kúlur eru tilvaldar með í ferðalagið eða útileguna.

LÍFRÆNAR VEGAN KÓKOSKÚLUR

INNIHALD

4 dl döðlur
2 dl kókosmjöl + auka til að velta kúlunum upp úr
3 msk hreint kakó
½ dl kókosolía
1 tsk appelsínudropar

AÐFERÐ:

Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til orðið að mauki. Gott er að geyma deigið í kæli í smástund áður en kúlurnar eru mótaðar. Kúlurnar geymast vel í kæli eða frysti.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

  • 26. júní, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hnetusteik – leiðbeiningar
04. desember, 2019
Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
Brauð & co. opnað í Fákafeni!
23. júní, 2017
Gómsætar Kúrbítsnúðlur
20. maí, 2017