Ásdís Ragna Grasalæknir Höf. 

Láttu matinn vera lyfið þitt


Hefur þú nokkuð velt því fyrir þér hvort þú sért í þínu besta mögulega heilsuástandi og hvort þetta gæti nokkuð orðið eitthvað betra? Kannski velt vöngum yfir því hvort þetta séu örlög þín að líða eins og þér líður í líkamanum og farin að þykja það eðlilegt að upplifa það að orkan sé minni, hægðirnar tregari, svefninn slitróttari, kviðfitan að breiða úr sér, aðeins meiri stirðleiki og verkir hér og þar, vökvasöfnun, o.s.frv. Kunnuglegt? Jafnvel krónískir kvillar farnir að láta á sér kræla eins og sjálfsofnæmi, hjarta-og æðasjúkdómar, sykursýki og gigt.

Sjúkdómar og slæm heilsa eru ekki eðlileg afleiðing þess að eldast. Líkami okkar er margslungið kerfi og þegar ójafnvægi myndast í einhverju líffærakerfana geta ýmis einkenni og kvillar myndast. Hvernig myndast þetta ójafnvægi eiginlega? Of mikið af því sem er slæmt fyrir okkur s.s. lélegt mataræði, streita, örverur, eiturefni, ofnæmisvaldar og of lítið af því sem er gott fyrir okkur s.s. heilnæmt mataræði, næringarefni, hreyfing, vatn, súrefni, svefn og slökun. Þetta eru réttu innihaldsefnin fyrir heilbrigðar mannverur. Algengt er að fólk sjái ekki tengingu milli þess sem það borðar og hvernig því líður en nýjar rannsóknir sýna fram á að virk efni í hollri fæðu geta kveikt á vissum genum í frumum okkar og framkalla þannig líffræðilega breytingu í líkamanum sem skapa góða heilsu. Með öðrum orðum þá ‘talar’ maturinn okkar við genin okkar, sem er nokkuð athyglisvert. Við getum því annað hvort verið að kveikja eða slökkva á ýmsum genum eftir því hvort við veljum að fá okkur brokkolí eða pylsu. Það er allavega nokkuð ljóst að við getum hækkað heilsuna okkar upp á mun hærra plan með því að tileinka okkur góðar lífsvenjur og vanda virkilega valið þegar kemur að fæðunni okkar.

Það sem er við endann á gafflinum þínum mun alltaf vega þyngra heldur en það sem þú munt finna í einhverju lyfja pilluglasi. Lyf eiga vissulega við í ákveðnum tilfellum en við megum ekki vanmeta mátt fæðunnar til þess að öðlast góða heilsu og vinna gegn sjúkdómum. Hver máltíð er tækifæri til að ná meiri heilsu og bata.

Ásdís grasalæknir

EKKI MISSA AF NÁMSKEIÐI MEÐ ÁSDÍSI UM HEILSU OG NÆRINGU ÞANN 7. FEB nk.

MEIRA HÉR

www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.grasalaeknir.is

snapchat: asdisgrasa

_L4A9573-2

  • 30. janúar, 2017
  • 0
Ásdís Ragna Grasalæknir
Ásdís Ragna Grasalæknir
Um höfund

Ásdís útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London og hefur unnið á viðtalsstofu í nokkur ár og tekið á móti fjölda fólks í ráðgjöf. Hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið um allt land m.a. um áhrif og notkun lækningajurta, gerð jurtasmyrsla, breytingarskeiðið, grasalækningar og mataræði, jurtir fyrir börn, áhrif mataræðis og lækningajurta gegn gigtarsjúkdómum o.fl. Til hennar leitar fólk með ýmsa kvilla eins og t.d. meltingavandamál, mígreni, síþreytu, gigt, húðvandamál, kvefsýkingar, fæðuóþol, hormónaójafnvægi, svefnleysi, o.fl.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Matur sem ég á alltaf til í eldhúsinu
07. mars, 2016
GLÓARINN – JÚLÍA ÓLAFSDÓTTIR
02. nóvember, 2015
10 heilsusamleg „matarskipti“
04. september, 2015