Ásdís Ragna Grasalæknir Höf. 

Matur sem ég á alltaf til í eldhúsinu


Máttur matar er mikill og í mínu starfi er maturinn eitt besta lyfið til að ná bata og því skiptir svo miklu máli að vanda valið þegar að honum kemur. Mig langar að deila með ykkur lista yfir þá matvöru sem ég á yfirleitt alltaf til og sem er stór hluti af mataræðinu á mínu heimili:

—- ÁSDÍS VERÐUR MEÐ RÁÐGJÖF Í VERSLUN GLÓ Í FÁKAFENI 12.mars n.k. á milli 11-13. Kíktu við! —–

 1. Möndlur, hörfræ og chia fræ. Ég nota líka töluvert mikið tahini sesamsmjör sem álegg ofan á hollt brauðmeti eða smurt á eplabita. Hnetur og fræ eru stútfull af steinefnum eins og magnesíum, kalki og sínk og góðum fitum.

 1. Fersk eða frosin ber. Gott að eiga í frysti frosin krækiber, bláber og blönduð ber. Svo er líka sniðugt að narta í goji ber sem millimál enda löngu vitað að ber innihalda mikið magn af andoxunarefnum sem vernda frumur okkar gegn öldrun og skemmdum.

 1. Ólífuolía, kókósolía, hampolía, hörfræolía, lýsi eða aðrar omega 3 olíur til að smyrja liði, jafna hormóna, styrkja ónæmiskerfi og halda húð mjúkri.

 1. Haframjöl, bygg, gróft spelt og quinoa. Nota ýmist í morgungrauta, bakstur eða sem meðlæti með mat. Gróf kolvetni gefa okkur jafna orku yfir daginn.

 1. Egg, kjúkling, lambakjöt, fisk, baunir, hreinar lífrænar mjólkurvörur. Góð gæða prótein búa til mótefni, hormón, taugaboðefni og ensím í líkamanum.

 1. Spínat, grænkál, klettasalat og annað grænt og vænt. Vissulega nota ég mikið af öðru grænmeti líka en ég passa alltaf að eiga eitthvað grænt í skápnum því það er svo nærandi, hreinsandi og virkar eins og súrefnishleðsla á frumurnar.

 1. Sítrónur. Mér finnst mjög gott að fá mér sítrónu í heitt vatn en sítrónur eru hreinsandi, örva gallblöðru í að brjóta niður fitu og leysa upp slím í öndunarfærum. Hressandi og svalandi.

 1. Geitaostur. Ég er búin að vera háð geitaosti í mörg ár og finns algjört lostæti, mun vægari á meltinguna heldur en kúamjólkurostur og hollur valkostur. Hægt er að fá smurost, feta og geitaost í sneiðum og við erum öll dottin í geitaost á heimilinu.

 1. Avokadó. Borða sennilega ½-1 avókadó á dag og finnst það ómissandi sem hluti af mataræðinu enda þvílík hollusta af góðum trefjum, fitum, E vítamíni og plöntuefnum.

 1. Dökkt súkkulaði. Lífrænt dökkt súkkulaði er mitt sparinammi og er löngu búin að telja mér trú um að það hressir, bætir og kætir!

Ásdís grasalæknir xoxo

ÁSDÍS ER EINNIG MEÐ NÁMSKEIÐ UM HEILSU OG NÆRINGU 14. MARS

www.grasalaeknir.is

www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.pinterest.com/grasalaeknir.is

www.instagram.com/asdisgrasa

 • 7. mars, 2016
 • 1
Ásdís Ragna Grasalæknir
Ásdís Ragna Grasalæknir
Um höfund

Ásdís útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London og hefur unnið á viðtalsstofu í nokkur ár og tekið á móti fjölda fólks í ráðgjöf. Hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið um allt land m.a. um áhrif og notkun lækningajurta, gerð jurtasmyrsla, breytingarskeiðið, grasalækningar og mataræði, jurtir fyrir börn, áhrif mataræðis og lækningajurta gegn gigtarsjúkdómum o.fl. Til hennar leitar fólk með ýmsa kvilla eins og t.d. meltingavandamál, mígreni, síþreytu, gigt, húðvandamál, kvefsýkingar, fæðuóþol, hormónaójafnvægi, svefnleysi, o.fl.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Undirbúningur fyrir maraþon
05. ágúst, 2019
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Láttu matinn vera lyfið þitt
30. janúar, 2017
Melting og bólgusjúkdómar: viðtal við Birnu Ásbjörnsdóttur
29. október, 2016
Vesanto – sérfræðingur í vegan næringu
13. september, 2016
FASTAKÚNNINN: HÖSKULDUR GUNNLAUGSSON
15. apríl, 2016
Hvað segja hægðirnar um heilsuna?
10. mars, 2016
Heilsumolar frá Dr. Mercola
01. febrúar, 2016