Avatar Höf. 

MINNA STRESS – Hvað eru adaptogen?


Líkaminn er sérlega útsjónarsamt fyrirbæri og getur aðlagast ýmsum aðstæðum, en það getur hann þó ekki án réttrar næringar og stuðnings. Streita og ofþreyta er vandamál sem flestir kljást við en mörg okkar erum orðin svo vön þessu ástandi að við tökum varla eftir því. Að hafa kortisólið, streituhormónið, alltaf á hæstu stillingu getur brennt úr nýrnahettunum, sett álag á meltinguna, flýtt fyrir öldrun, valdið kvíða, ofþreytu, þrálátu kvefi, hórmóna ójafnvægi, meltingarsjúkdómum, sjálfsofnæmum og jafnvel krabbameini.

Árið 1958 nefndu rússneskir læknar þær jurtir sem hjálpa líkamanum að ná jafnvægi og vinna gegn streitu Adaptogen sem er hægt að beinþýða sem „aðlögunarjurtir“. Þessi jurtahópur fékk nafn sitt vegna hæfileika þeirra til þess að hjálpa líkamanum í því sem hann vantar þá stundina þ.e.a.s Adaptogen jurtirnar eru ekki með ákveðinn tilgang eða styðja einungis við ákveðið líffæri heldur eru þau góð fyrir líkamann í heild og stökkva í það hlutverk sem vantar hverju sinni. Því skiptir ekki máli hvort að þú sért of þreytt/ur eða of stressuð/stressaður, þá eiga adaptógen að færa þig úr öfgunum í átt að jafnvægi. Þessar aðlögunarjurtir eru ekki töfralausn á neinn hátt en geta hjálpað líkamanum að vinna gegn streitu, kvíða og ofþreytu.

Jurtirnar góðu, sem hafa fengið aukna athygli undanfarin misseri, hjálpa þreyttum nýrnahettum og vinna gegn afleiðingum streitu á líkamann. Frumur frá meiri orku og vellíðan eykst. Aðlögunarjurtir virka hægt og þétt ólíkt sykri og kaffi, og því er nauðsynlegt að bíða þolinmóð/ur eftir áhrifunum. Góðu fréttirnar eru þó að áhrifin virka lengi og þeim fylgja engar slæmar aukaverkanir. Hér eru nokkrar kraftmiklar adatogen jurtir sem notaðar eru í grasalækningum, kínverskri- og indverskri læknisfræði og geta hjálpað til gegn streitu:

burnirot

BURNIRÓT:

Burnirót (Rhodiola rosea) er jurt sem er frekar algeng á Íslandi og er stundum kölluð Gullna rótin. Hún finnst víða um land en sauðfé er þó mjög sólgið í hana og því líklegast að finna hana á svæðum sem sauðfé er ekki á beit. Þegar um fæðubótaefni er að ræða er rótin þekktust undir nafninu Arctic Root á Íslandi. Helstu eiginleikar jurtarinnar eru að hún vinnur gegn streitu og einbeitingarleysi. Rannsóknir hafa sýnt að hún vinnur gegn þreytu, einbeitingarskorti og þróttleysi. Einnig hefur komið í ljós að hún hefur sterk áhrif á hormónakerfi líkamans, hefur jákvæð áhrif á kynhvötina og að hún er einnig bólgueyðandi. Jurtin tilheyrir flokki adaptógena og er því með mikla aðlögunarhæfni. Það sem er sérstaklega eftirtektarvert við Burnirótina er hversu fljótvirk hún er og fólk getur fundið mun á sér innan við tveimur tímum eftir inntöku.

instant_reishiREISHI

Sveppurinn Reishi, þekktur sem Ling Zhi á kínversku, er talinn hafa mögnuð áhrif á heilsu og langlífi og er flokkaður sem Adaptógen. Sveppurinn hefur verið notaður sem lyf í kínverskum lækningum öldum saman og er meðal annars talinn hafa góð áhrif á ónæmiskerfið, geta styrkt það og fínstillt. Reishi, oft kölluð drottning svepparíkisins, vex á dauðum trjábolum. Sveppurinn vex í nokkrum litum en sá rauði hefur verið notaður hvað mest í óhefðbundnar lækningar og er hann þá oftast þurrkaður, settur í duft og notaður í te. Einn af kostum sveppsins er að hann er sagður hjálpa lifrinni að starfa og stuðla þannig að náttúrulegri hreinsun líkamans. Einnig hafa vísindarmenn fundið út að virka efnið í sveppnum geti lækkað blóðþrýsting, sé slakandi og hjálpi einnig þeim sem eru með meltingarvandamál.

ashwaganda

ASWAGANDHA:

Aswagandha er jurt sem er mikið notuð í indversku lífsvísindunum Ayurveda og talin hafa ótal marga kosti. Jurtin dregur úr streitu, en á sama tíma eykur hún orku og bætir svefn. Það stafar af því að hún hefur þá eiginleika að auka T3 og T4 skjaldkirtilshormónin sem koma jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Margar rannsóknir á ashwagandha tengdar taugakerfinu lofa góðu og enn aðrar rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á að jurtin skerpir minni og dregur úr hrörnun heilafruma. Áhrif ashwagandha gegn streitu eru talsverð og að auki er hún bakteríudrepandi sem sýnir að hún styrkir ónæmiskerfið. Því er hún einnig frábær vörn gegn margskonar flensum.

dandeliontea

DANDELION – Túnfífill:

Túnfífill (Taraxicum officinale) eða Túnfíflarót hefur örvandi áhrif á starfsemi lifrar og gallblöðru og hefur lengi verið notuð við ýmsum magavandamálum og er frábær gegn streitu. Rótin þykir mjög góð innvortis, við húðsjúkdómum á borð við exem, psóríasis, bólum og löng hefð er fyrir því að nota hana við gigtarsjúkdómum. Rætur fífilsins voru áður fyrr víða notaðar sem „lifrarseyði“ þar sem menn höfðu áttað sig á að þær styrkja starfsemi lifrarinnar. Var því fólki með vandamál eins og hægðatregðu, höfuðverk, augnvandamál, húðvandamál, þreytu og þvagsýrugigt bent á að borða fíflarætur. Í dag byggja náttúrulæknar þekkingu sína á þessu og nota fíflarætur til að „afeitra“ eða hreinsa lifrina og er hún talin geta unnið vel úr afleiðingum streitu í líkamanum. Dandelion er til sem bætiefni, í töflu- og vökvaformi og einnig sem te í verslun Gló í Fákafeni.

lakkris

LAKKRÍSRÓT

Lakkrísrótin hefur verið notuð mikið í óhefðbundnum lækningum enda góð gegn streitu og oft gefin við ofþreytu. Hún er góð fyrir þá sem eiga erfitt með að vakna á morgnana en hefur þó einnig marga aðra kosti og er sérlega góð við bólgum. Hún er góð við kvefi og því er hún tilvalin til að taka inn á veturna þar sem hún er góð forvörn gegn veirum og sýkingum.


Ég er aðeins áhugamanneskja um jurtir og mæli með því ráðfæra sig við grasalækni um hvað myndi henta þér. Nokkrar af jurtunum hafa sömu eða svipuð áhrif og því trúi ég að algjör óþarfi sé að taka þær inn allar á sama tíma. Þá frekar að taka tímabil þar sem ákveðin jurt er tekin inn daglega og fylgst vel með hvaða áhrif hún hefur. Mér finnst gott að taka þær inn árstíðarbundið en þá eru Ashwaganda og Lakkrísrótin tilvaldar jurtir til að taka inn á veturna, túnfífillinn á vorin og burnirótin á sumrin og fram á haustið. Reishi sveppinn tek ég svo inn á haustin til að styrkja ónæmiskerfið fyrir veturinn. Svo er líka gott að velja sér eina eða tvær úr þessum hópi sem þér finnst virka vel og nota þær allt árið um kring.

Minna stress, bless!

Dagný


ALLAR JURTIRNAR FÁST Í VERSLUN GLÓ Í FÁKAFENI

 

  • 6. mars, 2017
  • 0
Avatar
Dagný Berglind Gísladóttir
Um höfund

Dagný er ritstýra tímaritsins Í boði náttúrunnar og vefstjóri Gló. Hún er með BA gráðu í ritlist og listfræði og MA í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá Háskóla Íslands. Hún er mikið náttúrubarn, lærður jógakennari, í merki vatnsberans með ástríðu fyrir listum og heilsu.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
Bulletproof Reishi Mocha
03. ágúst, 2016
Náttúrulegi sjúkrakassinn
10. maí, 2016
Fjögur forn heilsuráð úr austri
16. mars, 2016
GLÓARINN – Sölvi „Avó“
08. desember, 2015
Eigðu þetta alltaf til í „smúðí“
29. september, 2015
Er kominn tími á hreinsun?
26. ágúst, 2015