Ásdís Ragna Grasalæknir Höf. 

Nærandi bleikur þeytingur


Mig langar að skella hér inn uppskrift að kraftmiklu boosti en þennan nota ég sjálf oft og reglulega. Það er nefnilega svo sniðugt að geta laumað grænmeti í boostana okkar sem við kannski annars hefðum ekki löngun í að borða eitt og sér. Rauðrófusafi er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst ómissandi að eiga hann í ísskápnum og fá mér smá heilsuskot í amstri dagsins. Þið þurfið að skella möndlunum í bleyti kvöldinu áður en þá setjið þið þær bara í smá vatn við hliðina á blandaranum og skolið svo af þeim áður en skellið í boostið. Fullt af flottum næringarefnum sem hreinsa og næra líkamann og svo eiga rauðrófurnar víst að stuðla að langlífi vegna heilsubætandi eiginleika þeirra. Fyrir þá sem vilja má bæta út í þetta 1 msk chia fræ, goji berjum og jafnvel minnka sítrusávextina og nota þá ávexti sem hentar ykkur. Getið líka notað smá gulrótarsafa á flöskum á móti rauðrófusafanum ef þið eruð að venjast bragðinu á rauðrófunum. Það verður svo fallega skærbleikt á litinn! Skál í botn…

1 glas rauðrófusafi lífrænn flösku

1/2-1  glas möndlumjólk

Nokkrir frosnir mangóbitar

1 lúka frosin hindber

smá vatn ef viljið þynna

1 msk vanilluprótein t.d. frá Sunwarrior

1 lime í bitum

1 tsk kanill

Ekki missa af spennandi námskeiðum sem Ásdís grasalæknir heldur á GLÓ á næstunni, eitt um skjaldkirtillinn og annað um ofurfæðuna KAKÓ. Meira um Ásdísi hér: http://grasalaeknir.is/

 

  • 28. október, 2017
  • 0
Ásdís Ragna Grasalæknir
Ásdís Ragna Grasalæknir
Um höfund

Ásdís útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London og hefur unnið á viðtalsstofu í nokkur ár og tekið á móti fjölda fólks í ráðgjöf. Hún hefur haldið fyrirlestra og námskeið um allt land m.a. um áhrif og notkun lækningajurta, gerð jurtasmyrsla, breytingarskeiðið, grasalækningar og mataræði, jurtir fyrir börn, áhrif mataræðis og lækningajurta gegn gigtarsjúkdómum o.fl. Til hennar leitar fólk með ýmsa kvilla eins og t.d. meltingavandamál, mígreni, síþreytu, gigt, húðvandamál, kvefsýkingar, fæðuóþol, hormónaójafnvægi, svefnleysi, o.fl.

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Undirbúningur fyrir maraþon
05. ágúst, 2019
Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017