Gló Höf. 

Náttúruleg ráð gegn flensu


Þetta er árstími kuldabola og kvefs en einnig tími ársins þegar hve mest er að gera hjá fólki. Flensan ferðast á milli fjölskyldumeðlima og enginn hefur tíma í veikindin; skólinn, vinnan rútínan og allt það. Þá eins gott að vera með allt sem þarf til að verjast flensunni eða minnka áhrifin ef hún nær manni. Það er gott að líta fyrst á mataræðið og reyna að taka út það óholla svo að líkaminn geti varist betur óæskilegum gestum. Sykur og hvítt hveiti er það augljósa sem má missa sín. Svefninn er einnig mikilvægur en svefnleysi gerir líkamann varnarlausan gegn flensu. Við heyrum það heldur ekki nógu oft en gott D- vítamín getur komið manni langt í baráttunni við veikindi en einnig til að milda flensuna, en þá þarf vítamínið að vera í góðum gæðum. Þá er það regluleg hreyfing sem hjálpar til, þó að ofreynsla þegar flensan hefur tekið sér bólfestu í líkamanum sé alls ekki góð hugmynd. En við erum nú nokkuð viss um að þið séuð nú þegar að fylgja flestu af þessu ofantöldu, en hafi flensan þegar náð þér, eru hér fleiri góð ráð sem geta hjálpað þér að milda einkennin og stytta tíma veikinda.

NÁTTÚRULEG FLENSURÁÐ

  1. Oregano olía. Hefur fengið á sig viðurnefnið „náttúrulega sýklalyfið“
  2. Drekktu nóg vatn og mundu að hvílast!
  3. Eplaedik – Lífrænt eplaedik afsýrir líkamann og hjálpar honum að losna við flensu. Matskeið út í vatnsglas og best er að velta drykknum um í munni og hálsi áður en honum er kyngt.
  4. C- vítamín– Kannski besta vítaminið fyrir kvefi og flensu og C- vítamín í stórum skömmtum getur virkilega hjálpað þér að komast yfir veikindi.
  5. Engifer og túrmerik! Fáðu þér skot á Tonic barnum í Fákafeni, hitaðu upp engifer eða turmerik te eða notaðu nóg af þessum kryddum í súpuna.
  6. Zinc– Hefur sýnt sig geta minnkað áhrif kvefs og flensu og stytt veikindatímabil
  7. Hvítlaukur – er sýkladrepandi og því um að gera að nota hann mikið í matargerð á þessum tíma árs og jafnvel borða hann hráann!.
  8. Te – alls konar te (elderberry, nettlu, piparmyntu ofl) eru góð við flensu og hitinn mýkir upp hálsinn. Klassíkin er auðvitað nóg af engifer, sítrónu og hunangste.
  • 8. október, 2019
  • 1
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Djúspakkar Gló – leiðbeiningar
26. september, 2019
Plastlaus september 2018
14. september, 2018
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
Töfrar kombucha drykksins
24. september, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Glóandi jólagjafahugmyndir
19. desember, 2016
Jólamatur grænkera
16. desember, 2016