Gló Höf. 

Ofurfæðiskúlur – uppskrift


Júlía hjá Lifðu til Fulls bjó til þessa gómsætu uppskrift af Ofurfæðiskúlum fyrir okkur á GLÓ sem við verðum að deila með ykkur. Kúlurnar innihalda góða fitu, andoxunarefni og eru tilvaldar sem snarl sem og eftirréttur. KIKI health er nýtt lífrænt og vegan merki í GLÓ Fákafeni sem býður upp á breitt úrval af ofurfæðu í hæsta gæðaflokki. Þessar kúlur luma á nokkrum af okkar uppáhalds vörum frá þeim.

kikihealth

OFURFÆÐISKÚLUR

INNIHALD

1/2 bolli hörfræ
1/4 bolli hempfræ
1/2 tsk. macaduft – má setja meira
1 tsk. Acaiduft
2 tsk. Lífrænt kakó
1/4 bolli döðlur
1/4 bolli gojiberjaduft
3 dropar stevia
2 vanilludropar
Smá salt
1/4 bolli kókosolía brædd
1/4 bolli möndlur eða meira, lagðar í bleytir klst. og skolaðar.

AÐFERÐ

Velt upp úr sesam eða hempfræjum, lífrænu kakói, gojiberjum eða acaidufti.

Setjið allt í matvinnsluvél fyrir utan gojiberin og möndlurnar. Þegar innihaldsefnin hafa blandast vel þá má bæta gojiberjunum og möndlunum út í. Hrærið lauslega til að berin og möndlurnar sjáist í kúlunum.

Mótið í kúlur og rúllið upp úr ofurfæði að eigin vali. Geymið í kæli eða frysti, einnig má búat il stangir í stað kúlnar og þá er deigið pressað í 20 x 20 cm form og geymt í kæli. Þegar það er orðið stíft má þá skera það niður.


Verði ykkur að góðu!

Allar sem þarf í uppskriftina fæst í Markaði Gló í Fákafeni.

 

 

  • 4. janúar, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Vegan matarplan
24. febrúar, 2017