Gló Höf. 

Súrdeigsbrauð frá Brauð Co.


Eins og margir vita þá opnaði nýtt bakarí í miðbænum fyrir stuttu. Í bakaríinu Brauð Co., sem staðsett er á Frakkarstíg 16, er bakað súrdeigsbrauð sem sprengir alla skala þegar kemur að gæðum, áferð og bragði. Stemmingin þar er líka einstök þar sem bakararnir baka brauðin fyrir framan viðskiptavinina, af ástríðu og með bros á vör. Þar sem við erum kollfallin fyrir þessum súrdeigsbrauðum fengum við hann Gústa, heilann á bak við bakaríið, til að senda okkur nýbökuð brauð í verslun Gló í Fákafeni daglega. Þá geta þeir sem eiga ekki leið í miðbæinn rennt við hjá okkur og náð sér í dásamlegt súrdeigsbrauð!

DSCF7840

Brauð Co. sendir til okkar gómsæt rúnstykki, kínóa og spelt brauð, bókhveiti brauð, rúgbrauð og Emmer heilhveitibrauð allt úr súrdeigi. Brauðin eru send til okkar nýbökuð alla morgna og koma í hús kl 10:00. Þá er bara að koma og smakka! (UPPFÆRT: Brauð og CO. hefur nú opnað útibú í Gló Fákafeni)

12718021_784313471699776_2090997602682730687_n

Verið hjartanlega velkomin!

  • 12. apríl, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Brauð & co. opnað í Fákafeni!
23. júní, 2017
Vegan Súkkulaðibitakökur – UPPSKRIFT
21. desember, 2016
Gleðilegan hummus dag!
13. maí, 2016
Ómissandi kasjúsósa
27. apríl, 2016
Gullin mjólk – töfrar túrmeriks
29. febrúar, 2016
DIY – SJAMPÓ
20. nóvember, 2015
Lífrænt í strandtöskuna
01. ágúst, 2015