Gló Höf. 

Töfrar kombucha drykksins


Kombucha, bragðgóði heilsudrykkurinn sem allir eru að tala um, er gerjað te sem hefur verið drukkið í yfir tvöþúsund ár víða um veröld. Hann hefur alltaf verið talinn vera með læknandi eiginleika og notaður í þeim tilgangi meðal annars í Rússlandi, Þýskalandi og Kína en einnig sem bragðgóður drykkur. Ef Kombucha gosdrykkurinn er rétt bruggaður er í honum fullt af góðum amínó sýrum og meltingargerlum og því sannkallaður töfradrykkur sem útskýrir að hluta til vinsældir hans, en Kombucha hefur slegið í gegn í verslun okkar í Fákafeni enda til í ótal bragðtegundum. Eitthvað fyrir alla.featured-bottles-mobile@2x

Te-ið eða „gosdrykkurinn“ er kallaður á íslensku Mansjúríute, og kemur af Mansjúríusveppi en oftast er hann kallaður Kombucha í daglegu tali. En það skiptir máli að vandað sé til verks þegar kombucha er bruggað. Fyrirtækið GT´s Living Foods – sem framleiðir Kombucha drykkinn sem Gló flytur inn er byggt á einstakri „scoby eða móðurgerli“ sem eigandi fyrirtækisins Dave fékk að gjöf frá búddískri nunnu, en kombucha er gert svipað og súrdeigsbrauð þar sem geyma þarf gerilinn og skiptir miklu máli að hann sé í góðum gæðum. Eftir að hafa bruggað kombucha árum saman langaði Dave að gera drykkinn aðgengilegan fleirum og hóf því að selja kombucha á flöskum sem hefur nú orðið vinsæll drykkur meðal þeirra sem hugsa um heilsuna.

Kombucha frá GT´s inniheldur eins og áður var nefnt mikið af góðgerlum fyrir meltinguna, sýrum og ensímum og einnig er hann til með viðbættum Chia fræjum. Heilsuávinningurinn er talin vera bætt orka og líðan, betri melting og þarmaflóra, sem gefur heilbrigðara útlit. Og fyrir þá sem að elska gosdrykki, þá er þetta holla leiðin!

Drykkirnir fást í verslun Gló í Fákafeni, Brauð og Co. og veitingarstöðum Gló.

  • 24. september, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

FIMM RÁÐ FYRIR FERÐALAGIÐ
15. júní, 2018
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
GLÓARINN: Birgitta í Kaupmannahöfn
25. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
GLÓARINN: TANJA ÖSP
24. júlí, 2017
10 HUGMYNDIR FYRIR GLÓANDI SUMAR
04. júlí, 2017
Glóarinn: Sara Kristín
06. júní, 2017
Heilsueflandi jurtir í mataræði okkar
31. maí, 2017
TEAM GLÓ: Íris Ásmundardóttir
24. maí, 2017