Gló Höf. 

UPPSKRIFT: Klassískur grænn djús


Við á Gló elskum grænan djús og drekkum hann daglega! Nei í alvöru, við erum ekkert að grínast með trú okkar á þessum græna drykk og komumst heldur ekki upp með neitt annað. Hún Solla gefur nefnilega starfsmönnum Gló grænan djús í hvert skipti sem þeir mæta á vakt! Þetta er algjör lúxus því þessi græni djús nærir, kætir og bætir, hann er basískur og fullur af vítamínum. Hér fyrir ofan er svo okkar eina sanna Solla, að gera sína útgáfu af þessum græna djús sem er algjört æði:

2 dl vatn
¼ stk agúrka
2 sellerístilkar
4 grænkálsblöð eða annað grænt kál
nokkrir stönglar af steinselju eða kóríander
1 sítróna eða límóna, afhýdd
3 cm biti fersk engiferrót
1 grænt epli, kjarnhreinsað

Skerið hráefnið í bita, setjið vatnið í blandarann og síðan restina af uppskriftinni útí. Blandið þar til vel maukað, sigtið með því að hella í gegnum spírupoka, líka hægt að nota nælonsokk. Geymist í sólarhring í kæli, má frysta.

Svo minnum við á djúspoka Gló og að grænn djús fæst á flöskum á öllum GLÓ stöðum

  • 9. janúar, 2016
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló fjóra veitingastaði og heilsuverslun í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hnetusteik – leiðbeiningar
19. desember, 2018
Morgundjamm í Fákafeni
17. apríl, 2018
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
D-VÍTAMÍN fyrir heilsu og huga
19. október, 2017
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017