Gló Höf. 

Vegan Bláberjaíspinni


Nú er komin bláberjatíð hér á landi og hægt að tína ofurfæðuna fagurbláu víða um landið. Bláber eru ekki bara góð heldur einnig full af andoxunarefnum og því um að gera að borða þau oft og setja í smoothie, salöt og sultur. En ein leið sem okkur fannst áhugavert að deila með ykkur á þessum fallega degi var uppskrift af bragðgóðum bláberjaíspinna. Ótrúlega einfalt og gott snarl inn í helgina!

INNIHALD:

3 bollar af ferskum íslenskum bláberjum
1. dós af lífrænni kókosmjólk
2-3 matskeiðar af hlynsýrópi

AÐFERÐ:

  • Settu mjólkina, bláberin og sýrópið saman í blandaðu og blandaðu þar til mjúkt.
  • Helltu blöndunni í íspinnaform eða endurnýttu eitthvað annað í þetta og settu eitthvað í stað spítu ef þú átt hana ekki til.
  • Frystu í 6-8 tíma.
  • Taktu úr frystinum og settu íspinna formið á slétt yfirborð og náðu íspinnanum varlega út.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

  • 10. ágúst, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Hnetusteik – leiðbeiningar
19. desember, 2018
Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
BORÐAÐU BETUR – yfir daginn!
27. ágúst, 2017
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Gómsætar Kúrbítsnúðlur
20. maí, 2017