Gló Höf. 

Vegan Kelpnúðlu Satay


Kelpnúðlur eru heilsusamlegt sjávargrænmeti, tegund af þara, sem er þó mörgum framandi. Þær innihalda lítið af kaloríum eru frábær uppspretta steinefna, innihalda mikið af joði sem er einmitt það sem grænkerar þurfa á að halda í mataræðið. Margir eru þó óvissir um hvernig skal matreiða kelpnúðlurnar en þær eru nokkuð bragðlausar eina og sér. Því er gott að marenera þær og leggja í bleyti áður en þær eru borðaðar. Hér er frábær uppskrift af Kelpnúðlu Satay úr smiðju Sollu. En ef þú átt ekki allt í uppskriftina, ekki láta það stoppa þig, einfaldaðu hana að vild og nýttu það sem til er í ísskápnum.
Fyrir núðlurnar og grænmetið:
1 pk kelpnúðlur (um 340g) lagðar í bleyti í kalt vatn í 10 – 15 mín
1 stk kúrbítur, breytt í pasta með „julienne peeler“ eða „grænmetisyddara“
1 stk lítið höfuð af spergilkáli, skorið í passlega munnbita
1 stk paprika, skorin í tvennt, steinhreinsuð og skorin í þunna strimla
2 stk gulrætur, skornar í þunna stafi (julienne)
50g tamarimöndlur eða aðrar hnetur/möndlur sem hafa verið ristaðar upp úr tamari sósu
15g ferskur kóríander, saxaður
15g ferskt basil, saxað
15g fersk minta, söxuð, má sleppa
2 msk fínt rifin engiferrót
1-2 msk ristuð sesamolía
1 msk rifið límónuhýði
3 límónulauf, skorin í mjög fína strimla
Fyrir sataysósu:
1 dl möndlur
2 msk tamarisósa
2 msk sítrónu/límónusafi
1 msk rifin engiferrót
1 msk hunang, hlynsíróp eða agave
1-2 stk hvítlauksrif
smá biti ferskur chili, magn fer eftir hvað þú vilt hafa sterkt
1-2 stk límónulauf
2 msk ferskur kóríander, saxaður
Kelpnúðlur og grænmeti:
Setjið kelpnúðlurnar í salatþeytu eða sigti, létt þerrið síðan og setjið í skál. Setjið spergilkálið í sigti, hellið sjóðandi vatni yfir það, sigtið og setjið í skálina ásamt restinni af uppskriftinni. Hellið hnetusósunni yfir og berið fram.
Hnetusósa:
Allt sett í blandara og blandað saman. Líka hægt að hræra saman í mortéli.
Verði ykkur að góðu!

Uppskrift og mynd af vef Himneskt: lifrænt.is
  • 14. mars, 2017
  • 0
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Djúspakkar Gló – leiðbeiningar
26. september, 2019
Hnetusteik – leiðbeiningar
19. desember, 2018
Plastlaus september 2018
14. september, 2018
Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Náttúruleg ráð gegn flensu
22. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017