Gló Höf. 

Vegan matarplan


Kris Carr, heilsufrömuður og rithöfundur, segir í þessu myndbandi frá því hvað hún borðar á einum degi. Þetta fæði er tilvalið að nota til þess að undirbúa djúshreinsanir eða bara til þess að næra sig betur í meistaramánuði eða hvaða mánuði sem er. Kris Carr fékk áfall fyrir nokkrum árum síðan þegar hún greindist með sjaldgæfa tegund af krabbameini. Hún fór í breytti lífsstíl sínum algjörlega, hefur síðan skrifað nokkrar bækur og gert heimilidarmynd og er hraust í dag. Hún hefur meðal annars mikla trú á grænum djús eins og Solla og þambar hann í stórum stíl.

MATSEÐILL DAGSINS HJÁ KRIS

MORGUNMATUR

Sítrónuvatn
Grænt te
Grænn djús
Hafragrautur- eða chia grautur með möndlumjólk, hörfræjum, kókosolíu og fleira.

SNARL
Grænn djús

HÁDEGISMATUR
Vefjur, hægt að nota hrísgrjóna pappír eða Paleo wraps og setja í það grænmeti sem til er, steikt á pönnu úr kókosolíu. Gott er að blanda saman smá hnetusmjöri og tamari sem sósu og blanda við sýrðu grænmeti fyrir meltingagerlana. Eða hægt að fara eftir uppskrift- Crazy Sexy Kitchen
Ferskt Salat með hampfræjum og heilsusamlegri dressingu

KVÖLDMATUR
Temphe og sobu núðlur
eða
Baunapasta, Oomph! og hvaða grænmeti sem til er!

GÓÐUR VEGAN INNBLÁSTUR FYRIR VIKUNA!

  • 24. febrúar, 2017
  • 1
Gló
Gló
Um höfund

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló!

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Vegan Piparkökur – uppskrift
23. nóvember, 2017
Nærandi bleikur þeytingur
28. október, 2017
HVAÐ ER:: Chlorella
23. október, 2017
Vegan Bláberjaíspinni
10. ágúst, 2017
GLÓandi Versló
03. ágúst, 2017
Próteinríkur smoothie
24. júlí, 2017
KÓKOSKÚLUR – UPPSKRIFT
26. júní, 2017
Vegan Kelpnúðlu Satay
14. mars, 2017
Hin árlega heilsuskoðun
08. janúar, 2017