Skip to content
  • MATUR OG NÆRING
    • MATARÆÐI
    • UPPSKRIFTIR
    • GLÓ BARINN
    • NÝJUNGIN
  • HREYFING OG VELLÍÐAN
    • TEAM GLÓ
    • SÉRFRÆÐINGURINN
    • HLAUP
    • ANDI
    • JÓGA
  • LÍFSSTÍLL
    • DIY
    • GLÓARINN
    • FASTAKÚNNINN
  • GLÓ
    • DJÚSPOKAR
    • UM OKKUR

Glókorn

Gló blog
  • Home
  • MATUR OG NÆRING
  • Vegan Piparkökur – uppskrift
MATUR OG NÆRING, UPPSKRIFTIR
23. nóvember, 2017

Vegan Piparkökur – uppskrift

Mikil stemning er í kringum piparkökubakstur á aðventunni, enda tilvalin fjölskyldustund að skera út allskyns skemmtileg form og fígúrur í piparkökudeig. Hér höfum við góða uppskrift frá HIMNESKT að piparkökum úr lífrænt ræktuðu hráefni og grófu mjöli í bland við fínna. Kökurnar eru ekki jafn sætar og piparkökur úr búðinni og uppskriftin er vegan.

Piparkökur (stór uppskrift)

  • 150 ml kókosmjólk eða önnur jurtamjólk
  • 1 ¾ dl kókosolía (mjúk en ekki fljótandi)
  • 2 dl hlynsíróp eða önnur fljótandi sæta
  • 3 dl kókospálmasykur  
  • 750g spelt – fínt og gróft til helminga
  • 4 tsk engiferskot (eða engiferduft)
  • 2-3 tsk kanill (mælum með Ceylon kanil) 
  • ½ tsk negull 
  • ½ tsk matarsódi

AÐFERÐ:

Setjið kókosmjólk, kókosolíu, hlynsíróp og kókospálmasykur í hrærivél og hrærið saman.

Blandið saman spelti, matarsóda og kryddi og setjið út í ásamt engiferskoti og leyfið hrærivélinni að klára að hnoða deigið.

Vefjið deiginu inn í plastfilmu og látið inn í kæli til að stífna í u.þ.b 20 mín. (Deigið geymist í viku í kæli. Ef þið hafið geymt deigið til síðari nota í kæli er gott að taka þann hluta deigsins sem á að nota tímanlega úr kælinum og leyfa því að standa við stofuhita í smá stund til að mýkjast aðeins, þá verður auðveldara að fletja það út).

Fletjið deigið þunnt út og skerið út piparkökur með uppáhalds formunum ykkar. (Kökurnar heppnast betur þunnar).

Bakið við 200°C (ekki blástur) í 5-8 mín. Bökunartíminn fer eftir þykktinni á kökunum, þykkari kökur þurfa örlítið lengri tíma en þunnar. Fylgist vel með.

Gott er að láta kökurnar kólna alveg áður en settar í box.

Verði ykkur að góðu!

jól piparkökurvegan
Gló

Gló

Gló opnaði fyrsta veitingastaðinn árið 2007 í Listhúsinu. Í dag rekur Gló þrjá veitingastaði og heilsubar í Fákafeni. Solla Eiríks er matarhönnuður Gló og frumkvöðull í íslensku hollustufæði. Gló leitast eftir því að búa til mat sem hjálpar viðskiptavinum sínum að verða besta útgáfan sjálfum sér. Finndu þitt Gló! https://smartdrugsguide.org/

Leiðarkerfi færslu

Previous Post
Next Post

Tögg

bulletproof bætiefni detox DIY djús d vítamín fasta fastakúnninn ferðalög fákafen gló glóarinn grasalæknir heilsa hollt hreinsun hreyfing ilmkjarnaolíur innblástur jurtir jóga kaffi kókosolía lífrænt maski mataræði matur melting námskeið næring olíur pacifica smoothie snyrting snyrtivörur solla sumar sérfræðingurinn súkkulaði Tonic barinn uppskrift uppskriftir vegan vítamín íþróttir

Færslusafn

  • desember 2019
  • nóvember 2019
  • október 2019
  • september 2019
  • ágúst 2019
  • júlí 2019
  • september 2018
  • júní 2018
  • apríl 2018
  • nóvember 2017
  • október 2017
  • september 2017
  • ágúst 2017
  • júlí 2017
  • júní 2017
  • maí 2017
  • apríl 2017
  • mars 2017
  • febrúar 2017
  • janúar 2017
  • desember 2016
  • nóvember 2016
  • október 2016
  • september 2016
  • ágúst 2016
  • júlí 2016
  • júní 2016
  • maí 2016
  • apríl 2016
  • mars 2016
  • febrúar 2016
  • janúar 2016
  • desember 2015
  • nóvember 2015
  • október 2015
  • september 2015
  • ágúst 2015
  • júlí 2015
  • janúar 2014

Vinir Gló

Glókorn

Gló blog
Back to top
Proudly powered by WordPress | Theme: Memory by GretaThemes.
Glókorn
  • MATUR OG NÆRING
    • MATARÆÐI
    • UPPSKRIFTIR
    • GLÓ BARINN
    • NÝJUNGIN
  • HREYFING OG VELLÍÐAN
    • TEAM GLÓ
    • SÉRFRÆÐINGURINN
    • HLAUP
    • ANDI
    • JÓGA
  • LÍFSSTÍLL
    • DIY
    • GLÓARINN
    • FASTAKÚNNINN
  • GLÓ
    • DJÚSPOKAR
    • UM OKKUR